Ingibjörg Sólrún dregur sig í hlé frá stjórnmálum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ákveðið að draga sig í hlé frá stjórnmálastarfi. Hún boðaði til blaðamannafundar á heimili sínu síðdegis í dag, sunnudag, og afhenti fjölmiðlum eftirfarandi tilkynningu:

 

Mér þykir leitt að þurfa að tilkynna þá ákvörðun mína að draga mig í hlé af vettvangi stjórnmálanna. Gildir það bæði um þingmennsku mína og formennsku í Samfylkingunni frá og með landsfundi flokksins sem haldinn verður 27. – 29. mars. Með þessari ákvörðun horfist ég í augu við þá staðreynd að veikindi mín gera mér því miður ekki kleift að taka af fullum krafti þátt í þeim verkefnum sem framundan eru. Það á bæði við um brýn störf á sviði þjóðmálanna og þá mikilvægu kosningavinnu sem framundan er fyrir Samfylkinguna.

Sá tími sem ég hef helgað stjórnmálaþátttöku, ekki síst formennsku í Samfylkingunni, hefur verið mér afar dýrmætur og lærdómsríkur. Ég er þakklát fyrir það traust sem ég hef notið í störfum mínum og vil á þessum tímamótum þakka samherjum mínum og öðrum samferðarmönnum í stjórnmálum fyrir samstarfið á undanförnum árum. Sömuleiðis þakka ég stuðningsmönnum Samfylkingarinnar fyrir það mikla traust sem þeir hafa sýnt mér um leið og ég óska flokknum og forystufólki hans velfarnaðar í störfum sínum fyrir land og þjóð.

Ég virði það við Ingibjörgu Sólrúnu að hún skuli draga sig í hlé núna og ágætt væri að Össur Skarphéðinsson tæki það til eftirbreytni.

Ingibjörg Sólrún hefur átt góða spretti í pólitík og þá sérstaklega í tíð sinni sem borgarstjóri. Ég óska henni góðs bata í veikindum sínum og vona að hún finni lífi sínu góðan farveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála þér, aldrei þessu vant eða þannig, hún hefur unnið afar gott starf í þágu kvenna og hún á þakkir skyldar fyrir það.

Rut Sumarliðadóttir, 8.3.2009 kl. 18:38

2 identicon

Dd9 Húrra !?!

The outlaw (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband