Er að hlusta á Gylfa Magnússon hjá Bubba

Gylfi reynir alltaf að beina sjónum að björtu hliðinni mitt í vandræðunum og reynir að draga fram styrkina.

Hann segir að Vesturlöndin séu rík og hann segir að vesturlöndin hafi óheyrilega framleiðslugetu.

Hvoru tveggja er rétt hjá Gylfa en ekki eins mikið fagnaðarefni eins og hann vill vera láta.

Í fyrsta lagi auður á Vesturlöndum er í fárra höndum og það gerir lítið fyrir þá sem eru í örbyrgð.

Í öðru lagi framleiðslugetan skiptir engu máli ef fólki er sagt að hætta að vinna og fara heim en það er það sem er verið að gera núna.

Þá kallaði Gylfi það sem framundan er tiltekt. En ég efa að Gylfi yrði mjög glaður ef hann yrði sjálfur tekinn til. Það verður að sýna þeim sem glíma við erfið fjárhagsleg vandamál þá virðingu að gera ekki lítið úr vandanum.

Þegar ég hlutsta á Gylfa virðist mér hann vera á sömu línu og alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og trúa á lausnir hans. Ég er að þessu leyti ekki sammála Gylfa því að ég tel að það þurfi ferska aðkomu til þess að leysa vandamál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Það var snilldarleikur hjá stjórninni að fá fræðimenn til að taka að sér tvö erfið ráðuneyti.

Þórður Björn Sigurðsson, 10.3.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband