Eva Joly, auðmagn og örbyrgð

Ríkidæmi og völd, örbyrgð og hungur er sitthvor hliðin á sama peningnum. Auðvaldið arðrænir þjóðir sem lifa við örbyrgð. Coca Cola tæmir vatnsforða á stórum svæðum og skilur svo landið eftir mengað.

Alþjóðagjalseyrissjóðurinn hefur skilið þjóðir eftir í höndum auðvalds sem skilur eftir sig sviðna jörð þar sem það fer um.

Eva Joly var spurð hvort Ísland gæti lent í sporum Simbabve en þar er mikil örbyrgð og mikil spilling. Eva svaraði að við nytum þess að vera vel menntuð og hefðum góða leiðtoga. Ég fékk á tilfinninguna að ráðamenn hér hefðu ekki verið hreinskilninr við Evu og ekki skýrt nægilega vel fyrir henni hvernig íslenskar "óháðar" nefndur eru skipaðar.

Það er nefnilega þannig að Björn Bjarnason skipaði vini sína í "óháða" nefnd og þætti Evu sennilega það brandari ef einhver hefði séð ástæðu til þess að upplýsa hana um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel að nú um stundir sé Eva að kynna sér stöðu mála og muni fljótlega komast að lausnum.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 19:17

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já hún á eftir að sjá fleiri brandara er ég hræddum. Hún verður kannski líka hissa þegar hún áttar sig á grandvaraleysi okkar vel menntuðu þjóðar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.3.2009 kl. 19:24

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það kæmi mér ekki á óvart.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 19:52

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Reynslubanki Evu á eftir að sjá mikil. óvænt og óafturkræf innlán á næstunni

Arinbjörn Kúld, 11.3.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband