Auðmannaklíkur hafa átt leppa í ráðherrastólum sem unnið hafa fyrir þá að því að einkavæða ríkisstofnanir.
Markmið þessara hópa er að hirða stofnanir ríkisins sem hafa verið undirstaða velferðakerfisins. Þeir vilja hirða heilbrigðisstofnanir, skóla og græða á rekstri þeirra. Græða, græða og græða á almenningi. Græðgi þessara manna á sér engin takmörk. Þeir hafa stolið fisknum í sjónum. þeir vilja eignast jarðir, orkuauðlindir, vatnsréttindi, heilbrigðisstofnanir og skóla.
Þeir vilja gera almenning að leiguþý í landinu. Forðumst flokkana sem leppa þessar valdaklíkur.
Steingrímur J bendir á sviksemi valdhafanna:
Ráðandi öfl í stjórnmálum, eftirlits- og stjórnsýslustofnanir, forystumenn í bönkum og viðskiptalífi og fjölmiðlar brugðust þjóðinni, því þeir sinntu ekki sínu aðhalds- og eftirlitshlutverki. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra við umræður um stjórnskipunarfrumvarpið á Alþingi, sem nú standa yfir
Steingrímur sagði að þjóðin væri grátt leikin. Frumvarpið væri hluti af lýðræðisumbótum og tilraun til að ná aftur sáttum í samfélaginu.
Brugðust þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 578549
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þjóðin er líka grátt leikin af Steingrími J. Ólafi Ragnari Grímssyni og fleyrri kónum sem komu í veg fyrir heiðarlega og aðhaldsama fjölmiðlun með því að koma í veg fyrir fjölmiðlalögin. Sá sem upphafinu veldur veldur miklu, og í þessu máli sitja þeir saman á sakamannabekk Steingrímur J. og Ólafur Ragnar Grímsson. Ógagnið sem þeir unnu þjóðinni með þessu ólánsverki var okkur dýrkeypt, því þetta var upphafið að bullinu.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:00
Úr hvaða holu ert þú að skríða Ómar. Hefur þú ekki tekið eftir því að sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd við átján ár.
Það er merkilegt að sjá hvern sjálfstæðismanninn á fætur öðrum sem hafa ekkert betra til málanna að leggja en að reyna að hía á hina.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.3.2009 kl. 17:15
Hér er það sem brást að mati Steingríms:
Ráðamenn (stjórnmálamenn almennt má það vera),
Stjórnsýslustofnanir,
Eftirlitsstofnanir,
Bankar,
Viðskiptalíf,
Fjölmiðlar.
Þetta geta allir verið sammála um. En ég vil þó bæta við að samfélagið sem slíkt hefur einnig brugðist. Ég er ekki í minnsta vafa um að þetta byrjar allt og endar med hvernig samfélagið hefur þróast síðustu 20-30 ár. Frá að vera lítið samheldið þjóðfélag með aldagömul gildi í fyrirrúmi til öfgakennds Dallasfyrirbæris með efna- og einstaklingshyggju að leiðarljósi. Ekki að efna- og einstaklingshyggja sé óþekkt fyribæri hjá flestum vestrænum þjóðum síðustu áratugi. En hér hefur allt verið skorið smátt og þröngt og heil þjóð hefur manað sig upp í slíkan öfgakapítalisma og sjálfselskuhroka að glansmyndaborgir Bandaríkjanna blikna í samanburði.
Það þarf því meira til en að hreinsa til í áðurnefndum lista. Það þarf hugarfarsbreytingu í þjóðfélaginu. Til þess þá þurfum við fyrst að takast á við og viðurkenna fortíðina. Við verðum að framkvæma erfiða og sársaukafulla naflaskoðun. Við verðum að velta upp þeim gildum sem hafa stýrt okkur síðustu áratugi. Enduskoða og jafnvel endurnýta þau gildi sem við höfum kastað á skarnhaugin. Og að síðustu greina og setja í fyrirrúm þau gildi sem við viljum taka upp og eða viðhalda.
Lítum í átt til annara norðurlanda. Lærum af þeirra mistökum og því sem þar virkar. Þar liggur okkar uppruni. Þar eru frændur vorir og vinir. Þar býr fólk sem líkjist okkur allramest. Að sækja allt til deiglunnar í norður Ameríku getur aldrei virkað hér þar sem hér eru allar aðstæður gjörólíkar. Það er hreinlega dæmt til misheppnast. Sama hversu mikið við annars óskum þess. Það þarf einnig að gera upp við aldagamla fordóma og uppblásna þjóðernishyggju eða -rembu öllu heldur. Og síðast en ekki síst þurfum við að viðurkenna fyrir okkur sjálfum hver við erum og hver takmörk okkar eru sem lítil þjóð langt norður í hafi. Stoltið getur þannig endurfæðst í í eðlilegu umhverfi og í réttu hlutfalli við það sem við erum fær um og þess sem við höfum fram að bjóða.
Þetta er mín einlæga skoðun. Hver er þín Jakobína?
Thor Svensson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 18:51
Sæll Thor. Þakka þér fyrir innleggið. Ég er þeirrar skoðunnar að hér þurfi hugarfarsbreytingu en ekki einungis hugarfarsbreytingu. Hér er haldið uppi miklum áróðri um að ástandið hér sé allri þjóðinni að kenna en það er ekki rétt.
Það eru um 10% þjóðarinnar sem settu allt á hausinn hér meðan skatt-, vaxta- og verðbólgupíndur almenningur bjó við fremur knöpp kjör og lifði í raun á lánum. Það var þröngur hópur manna sem græddi.
Almenningur hér er grandvaralaus gegn þessum áróðri en þessi áróður kemur allstaðar frá og líka frá grasrótinni sem er smituð af þessu þrælslundar og sektarkenndarhugarfari.
Í landinu búa tvær þjóðir og önnur þeirra er sek.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.3.2009 kl. 23:41
Ég þakka svarið við athugasemd minni.
Við erum hreint ekki ósammála Jakobína þegar kemur að hverjir beri sökina. Kannski er það þó svolítið meira en 10%. En það er ekki aðalatriðið. Einnig er ég ekki að hræra í neinni almennri sektarkennd. Þó flestir íslendingar haf verið harla ánægðir með útrásarvíkinganna og vörðu þá allri gagnrýni, þá eru það ekki sektarkennd sem pínir landann heldur niðurlæging og skömm yfir að landið okkar er dregið niður í skítinn. Sektarkennd fær maður aðeins ef maður hefur gert eitthvað viljandi rangt. Ég hef enga samúð með þeim sem sitja í sektarkenndasúpu í dag!
Það sem ég vildi með þessum texta mínum var að draga fram breiðara sjónarhorn. Nefnilega hvernig gat svona algjört siðrof átt sér stað hjá ráðamönnum, pólíkusum, stjórnsýslustofnunum, eftirlitsstofnunum, bönkum, fjölmiðlum og í viðskiptalífinu almennt fyrir framan heila þjóð? Jú jarðvegurinn var ákjósanlegur. Og þegar ég segi það, þá á ég við að þróun samfélagsins síðustu 20-30 ár lagði jarðveginn. Það og hvernig við þurfum að rífa upp og plægja jarðveginn til að svona ógróður geti ekki þrifist meir var kjarninn í minni athugasemd hér fyrir ofan.
Við sitjum á kafi í drullunni, svo það getur verið erfitt að fá yfirsýn. En samtímis með að við mokum flórinn verðum við að huga að ökrunum, svo ég haldi nú áfram með samanlíkingunna. Við munum örugglega komast út úr þessu hremmingum. Það er bara spurning um tíma. Það er hugarfarsbreytingin sem er erfiði hlutinn. Hana er ég ekki viss um að við fáum framkvæmt. Þú fyrirgefur að ég held áfram með jarðvegslíkinguna, en nú er ég dottin niður í hana og þá er ekki aftur snúið. En það er mikilvægt að átta sig á að jarðvegurinn er aðeins plægjanlegur þegar allt líf er dautt og aðeins rotnar plöntuleifar eftir. Það er nú! Áður en við vitum koma nýir sprotar, sprotar sem við höfum ekki sjálf sáð.
Ég tel þetta sé mikilvægasta verkefnið okkar nú. Því það er nú eða aldrei!
Ég hef ákveðna kenningu eða öllu heldur sannfæringu um hvað olli þessari slæmu samfélagsþróun síðustu áratugi og hvaða steinum við þurfum að velta við og hvað við þurfum að gera upp við. En ég læt hér staðar numið.
Með kveðju
Thor Svensson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.