Sjálfstæðisflokkurinn og Icesave

Í Dv er bent á að frambjóðendur sjálfstæðisflokks unnu að útbreiðslu Icesave.

Erla Ósk Ásgeirsdóttir og Þórlindur Kjartansson unnu við markaðsrannsóknir fyrir Icesave áður en bankinn var ríkisvæddur. Markmið Landsbankans var að bjóða upp á Icesave í öðrum löndum en Bretlandi og Hollandi og unnu Erla Ósk og Þórlindur við að kanna möguleikana á því. Þau eru bæði frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer á laugardaginn.

Til stóð að halda áfram að opna Icesave reikninga í fleiri löndum meða þjóðin sinnti grandvaralaus sínum málefnum. Ef bankahrunið hefði dregist væri þjóðin í ennþá verri málum og Björgólfur Thor og samstarfsmenn hans enn ríkari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir ætla ekki að biðjast afsökunar og þeir ætla ekki að skammast sín. Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að fá leyfi til að bjóða fram.

Sveiattan

Kolla (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 18:56

2 Smámynd: TARA

Þangað sækir auðurinn þar sem hann er fyrir segir gamalt máltæki..en getur líka hrunið eins og nú er að gerast.

Auðvitað biðjast þeir ekki afsökunnar, þeir eru saklausir blessaðir skátarnir !!

TARA, 11.3.2009 kl. 19:27

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég vil nú ekkert blanda skátunum í þetta mál, þeirra starf er nú hugsjónastarf og ekki borgað fyrir það svo ekki er hægt að græða í því starfi. En ef maður er sjálfstæðismaður eru manni allar leiðir opnar og leiðin greið gyllta veginn til góðra efna og fjárhagslegs öryggis (þetta er auðvitað ekki vísindaleg staðreynd, meira mín tilfinning og skoðun, bara svo það sé á hreinu).

Þannig lítur þetta út fyrir mér allavega.  

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 11.3.2009 kl. 22:27

4 Smámynd: Offari

Er sjálfstæðisflokkurinn kominn í valdþrot?

Offari, 11.3.2009 kl. 22:51

5 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Vonandi og vonandi fá þeir ekkert fylgi í næstu kostningum.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 11.3.2009 kl. 22:52

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við eigum ekki að pæla í hinu liðna heldur ávallt horfa fram á veginn. Þannig kaupum við endalaust ónýtt kannski endanlýtanlegt drasl á raðgreiðslum.

Baldur Fjölnisson, 11.3.2009 kl. 23:45

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er hrikalegur áróður í gangi

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.3.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband