Hafa verið leppar í stjórnarráðinu?

Ást ýmissa ungra stjórnmálamanna á einkavæðingu ríkisstofnana og fyrirtækja er allt að því tortryggileg og vekur spurningar um það hverra verka þeir ganga.

Í viðskiptablaðinu segir að í nýrri skoðun Viðskiptaráðs segir frá því að Alþingi hafi farið eftir tillögum Viðskiptaráðs í 90% tilvika á síðasta starfsári Alþingis sem lauk 3. júní síðastliðin.

Björgólfur Thor lítur á regluverk sem merki um vantraust og segir á viðskiptaþingi að þetta vantraust væri afar óheppilegt því það fjölgaði fyrirvörum, skilyrðum og skilmálum og hægði á viðskiptum, umbótum, arðsemi og framförum. Björgólfur sagði frjáls viðskipti manna með eigin fjármuni farsælasta fyrirkomulag viðskipta. Björgólfur lætur þó ekki í ljós skoðun sína á meðferð með annarra manna fjármuni s.s. innistæður í bönkum.

Slappleiki stjórnmálamanna við að setja lög sem halda aftur af einokun, fákeppni og verðsamráði er athyglisverður.

Er ekki kominn tími til þess að alþingi Íslendinga fari að þjóna samfélaginu en ekki peningaöflunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þjóðin á þing = þess vegna ætla ég að kjósa Borgarahreyfinguna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.3.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband