Ekki Ísland heldur Hallærislágkúruland

Já sjálfstæðisflokkurinn hann vill ekki heilbrigt samfélag.

Nú stefna þeir að því að "réttu" einstaklingarnir komist að svo þeir geti k0649807haldið áfram m.a. við að styðja við fákeppnisfyrirtækin á markaði. 

En tilburðir og verð-kúgun fákeppnisfyrirtækjanna s.s. bensínbarónanna eru með ólíkindum og mjög unhugsunarvert hvers vegna þeir komast upp með það.

Hvað kostar fyrir almenning að reka Samkeppnisstofnun, Neytendastofu og Neytendasamtökin á ári?.  Má ekki gera kröfur um að þessir aðilar verndi neytendur á þessu sviði?

Það hefur ekki verið gerð krafa um það í stjórnartíð sjálfstæðisflokks sem vill að almenningur sé rændur af einokunarfyrirtækjum enda hafa menn eigin hagsmuna að gæta í þeim ranni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er ljóta helv. farganið. Ég sagði mig úr flokki þessum fyrir fimm árum en síðan hitti ég ólæknandi íhaldsspíru á kaffihúsi og þá kom fljótt í ljós að þeir höfðu aldrei tekið mig af skrá og ég mun því víst taka þátt í prófkjörinu og merkja aðeins við fólk sem ég hef aldrei heyrt getið áður.

Baldur Fjölnisson, 13.3.2009 kl. 16:53

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það virðist vera helsta leiðin. Annars hef ég heyrt að menn losni aldrei úr sjálfstæðisflokknum ef þeir hafi einu sinni gengið í hann. Hitti tvo í gær sem eru marg búnir að segja sig úr honum án árangurs.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.3.2009 kl. 17:02

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Öll olíufélögin lækkuðu verðið um 1 kr. á sama tíma. 1 krónu takk fyrir takk. Örugglega bara tilviljun! Einhver var að tala um það blogginu að hún ætlaði að splæsa í tyggjópakka fyrir lækkunina!

Rut Sumarliðadóttir, 13.3.2009 kl. 17:08

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeim finnst gott að græða olíufélögunum Rut. Og svo vilja þau bara græða meira, meira og meira. Er þetta ekki kallað græðgi?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.3.2009 kl. 17:19

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Allavega var það í okkar sveit Bíbí.

Rut Sumarliðadóttir, 13.3.2009 kl. 17:49

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Síðan fékk ég veflykil hjá litla íhaldinu og meira að segja bréf frá Helga Hjörvar og nafnið var handskrifað á umslagið og einhver hafði meira að segja sleikt frímerkið. Ég sem annars aldrei fæ nein bréf þar sem ég fann leiðir fyrir lifandis löngu til þess eiginlega að vera ekki til og fá ekki ruslpóst en samt hellist þetta yfir mann í prófkjörum.

Baldur Fjölnisson, 13.3.2009 kl. 19:13

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeir grafa meira að segja upp símanúmerin hjá manni

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.3.2009 kl. 19:44

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Annars er þetta allt í lagi, það er bara athyglisvert að útsendingarmaskína stjórnmálaflokkanna sé effektívari en þessi hefðbundna ruslpóstsdreifing. Þetta notar greinilega ekki sama staffið.

Baldur Fjölnisson, 13.3.2009 kl. 19:59

9 identicon

Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að neytendamál eru efnahagsmál því þau varða efnahag fólks.

Því er ekki ásættanlegt á þessum tímum að það sé valtað yfir neytendur eins og t.d. olíbarónarnir gera.  Sumt er augljósara en annað og tel ég verðsamvinnu þeirra er augljósa orðna. Byggi ég þá fullyrðingu á verðkönnunum mínum.

Það vakti reyndar athygli mína drottningarviðtalið sem forstjóri N1 fékk í ríkissjónvarpinu um daginn.  Staðlað þöggunarviðtal. Engin niðurstaða fyrir neytendur; en forstjórinn kallaði eftir vorkun, en Hermann forstjóri  viðurkennir að álagning á eldsneyti hafi aukist að undanförnu. Hermann sagði þó ástæðuna liggja í auknum kostnaði. Framsetning á vef; hér.

Niðurstaðan er sú að öllum kostnaði er velt yfir á viðskiptavini á þessum tímum. Auðvitað - olíubarón N1 verður að halda sínu.  Að sjálfsögðu - annað væri nú ósanngirni. Fyrir hluthafa t.d.

Það á eftir að fá forstjóra olíufélaganna að Kastljós-borðinu og leyfa þeim að útskýra, í röð, hvernig vera má að verðið á bensínlítranum hjá þeim er það sama í krónum talið. Ég skal aðstoða fréttamenn við að útbúa spurningarnar. Mörgu er ósvarað.

Tölfræðin er þeim mjög í óhag.

Ég hef bloggað dálítið um þetta. Hér og hér.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband