Velferðakerfinu rústað og almenningur skattpíndur til að borga skuldir glæpamanna

Fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur að skuldastaða íslenska ríkisins sé ekki það mikil að ríkið geti ekki staðið við skuldbindingar. Skuldir ríkisins séu vissulega háar, en mat sjóðsins sé að ríkið geti staðið í skilum. Hafa beri í huga að á móti skuldum ríkisins komi einnig töluverðar eignir, innlendar og erlendar.

Það sem átt er við með þessu er að með því að rústa velferðarkerfinu TRB047 og skattpína almenning sé hægt að borga skuldir glæpamanna sem stóðu í skjóli fyrri ríkisstjórnar í viðskiptum sínum við útlenska aðila.

Fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að íslensk stjórnvöld hafi komið fram við kröfuhafa bankanna á réttan hátt og ekki mismunað erlendum kröfuhöfum.

 Hvað er átt við með "á réttan hátt"? Er það "réttur háttur" að almenningur greiði skuldir Björgólfs Thors?

Og hvers vegna í fjandanum heitir maðurinn ekki bara Björgólfur Þór?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband