Erum við að verða samdauna ástandinu?

Ég finn fyrir þreytu og pirringi. Ég horfi á ótrúlegan áróður. Skoðanakönnun er gerð í norðvesturkjördæmi, niðurstöðurnar kynntar og síðan nefnt lauslega að niðurstöðurnar séu ekki marktækar.

Lygaáróðurinn er alls staðar. Meira segja á heimasíðu seðlabankans er afleiðing óstjórnar í átján ár kölluð afleiðing fjármálakreppu. Kreppa er kynnt eins og ómanngert fyrirbæri en kreppa er afleiðing af ofurgræðgi hóps manna sem vilja meira, meira og meira. Þeir koma leppum sínum í stjórnmálin, hafa áhrif á löggjöf og koma á einokun og fákeppni.

Fasteignaloftbólur verða ekki til af sjálfu sér heldur vegna þess að valdgráðugir stjórnmálamenn og bankastjórar auka veðhæfni eigna og flæða lánsfé úr á markaðinn. Fasteignabraskarar taka við og þrýsta upp fasteignaverði.

Afleiðingin: FIMMTÁN ÞÚSUND fjölskyldur í skuldaánauð. Seðlabankinn kallar þessar fjölskyldur húseigendur. Þetta eru ekki húseigendur. Þetta eru fjölskyldur sem eiga ekkert nema skuldir. Skuldir sem hafa ekki orðið til vegna þeirra eigin neyslu heldur vegna neyslu Fasteignabraskara, bankastjóra, embættismanna og stjórnmálamanna.

Fasteignabraskarar, bankastjórar, embættismenn, stjórnmálamenn og aðrir glæpamenn hafa étið þetta fólk út á gaddinn í græðgi sinni.

Þegar ég hugsa um þetta ógeð verð ég bálreið

Þegar ég horfi á sömu stjórnmálamennina sem hafa leppað fyrir græðgiöflin berjast fyrir áframhaldandi völdum svo þau geti troðið meiru í sig er mér misboðið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Maður getur ekki flett blaði án þess að sjá skælbrosandi andlit Sjálfsstæðismanna sem, hafa ekki komið nálægt þessari kreppu.  Og þeir vilja áframhaldandi brautargengi.    Vegna góðrar frammistöðu

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.3.2009 kl. 01:50

2 identicon

vert ekki svona svartsýn,heldur þú að þetta lið sem er að nauðga landinu okkar verði eitthvað eldri en við?ekki kauppa þau sér meira líf,við eigum líka börn og þau gefast ekki upp og flytja úr landi.hvort heldur þú að þér gangi betur að sofna eða einhver útrásargæjinn sem ekki getur litið framan í sína ættingja,góða-peningar eru bara til að lifa af en ekki til að lifa fyrir.ég er blankur,en bæði ástfanginn og hamingjusamur svo hvað get ég beðið um meir....góða nótt

zappa (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 01:58

3 identicon

Jakobína, ég kíki reglulega "inn til þín", þú ert nefnilega "kjöftug og fersk". Þú segir hlutina hreint út, eins og þú sérð þá. Like it or not, það er hressandi. Endilega haltu áfram að minna okkur öll á. Ég man svo sannarlega, hvernig er hægt að gleyma!!!!. En ég finn stundum fyrir þreytu og þá er gott að rekast á svona kjarnyrta íslensku til kynda aftur undir manni.

En þú ert bara mannleg eins og við öll og finnur líka fyrir þreytu og pirringi. Vonandi átt þú einhverja bloggara að sem hvetja þig áfram :-)

Takk fyri mig (við gleymum nefnilega oft að þakka fyrir okkur, látum frekar heyra í okkur ef okkur mislíkar)

ASE (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 02:03

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Jakobína! Miðað við kraftinn sem skín af þér þegar maður hittir þig í eigin persónu hef ég enga trú á að þú gefist upp þó á móti blási. Ég er hrædd um að við eigum nokkuð í land í baráttunni og þess vegna eru kraftmiklir, áræðnir og hugaðir ræðara eins og þú lífsnauðsynlegir um borð í björgunarbátnum. Með sameiginlegu átaki trúi ég ekki öððru en skynsamt fólk opni eyrun fyrir því sem þú og fleiri una sér ekki hvíldar við að reyna að koma því í skilning um! ´

Ég þakka þér líka fyrir þína óþrjótandi elju!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.3.2009 kl. 02:15

5 identicon

Sæl Jakobína.

Það er hætta á því og það sem verra er að auðmennirnir nái aftur sama kverkataki á þjóðinni sem þeir höfðu fyrir hrunið sem varð vegna græðgi þeirra. Nú skrifar einn þeirra (eða handbendi eins þeirra) í Fréttablaðið (málgagn auðmanna sem dreift er óumbeðið á hvert heimili) að útrásarvíkingarnir og bankamenn verði fyrir ofsóknum sem líkja má við ofsóknir McCarty á hendur bandarískum kommúnistum og beinir sjónum sínum að netinu þar sem auðmennirnir geta sem betur fer ekki keypt upp allar heimasíður.

Merkilegt nokk er þessi maður bæði fulltrúi bankaeiganda og útrásarvíkings og var í stjórn banka sem veitti fyrirtækjum auðmannsins ríkulega lánafyrirgreiðslu.

Sem sagt í stað þess að líta í eigin barm eins og siðað fólk myndi gera, skammast sín og reyna að laga til eftir sig þá ætla auðmennirnir ekki að leggja árar í bát heldur ætla þeir að gera atlögu að þeim sem sætta sig ekki við að bankarnir hafi verið rændir innan frá af eigendum þeirra. Það er aldrei mikilvægara en nú að halda vöku sinni því þessir menn eru gjörsamlega siðblindir!

TH (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 10:12

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég mun ekki gleyma en það er veruleg hætta á því að þjóðin verði búin að gleyma í næsta mánuði ef eitthvað er að marka þessi prófkjör fjórflokkana og þátttöku í þeim. En þjóðin mun vakna endanlega í vor eða sumar þegar hrun landsins mun koma að fullu fram, þá munum við segja um leið og við berjum pottlokin: óhæft alþingi!

Arinbjörn Kúld, 14.3.2009 kl. 11:56

7 identicon

Það er nú til of mikils ætlast að óreiðumennirnir og þeir valta yfir neytendur á markaði með græðgi breytist á einni nóttu.

Það eru vikulegar fréttir af uppákomum þessara aðila, enn og engin er samúðin með almenningi í kröggum. Engin.

Það ku víst vera erfitt að breyta "afstöðu" manna.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband