Svarthol kjölfestufjárfestanna

Hvað gerðist eftir að stjórnmálamenn sjálfstæðisflokks og framsókn höfðu valið góðvini sína sem kaupendur að ríkisbönkum. Jú það sem gerðist næst var að fjölskyldumeðlimir stjórnmálamanna og embættismanna voru ráðnir í lykilstöður í bönkum og eignarhaldsfélögum.

Kjölfestufjárfestunum og ættingjum stjórnmála- og embættismanna þyrsti í lífsstíl þotuliðsins. Bönkunum var því breytt í svarthol sem drógu til sín verðmæti úr atvinnulífi og tekjur almennings. Þegar búið var að hirða allt úr bönkunum vantaði kjölfestufjárfestanna meira fé. Ættingjar stjórnmála- og embættismanna þurftu að fá hærri bónusa. 615 íslenskar fjölskyldur fengu yfir 18 milljónir í mánaðarlaun og þessa fjármuni þurfti að kreista undan nöglum almennings.

Ráðgjafar kjölfestufjárfestanna sem nú eru sumir hverjir í framboði fyrir sjálfstæðisflokk en aðrir eru ættingjar stjórnmálamanna upphugsuðu nýjar leiðir til þess að nálgast lánsfé þegar erlendir bankar vildu ekki lána þeim fé lengur.

Gríðarleg herferð var hafin. Gamalmenni og börn voru plötuð til þess að færa fé af sparireikningum yfir í svokölluð peningabréf sem kjölfestufjárfestarnir spiluðu svo með. Fólk sem ekki vissi betur var kvatt til þess að taka myntkörfulán.

Myntkörfulánin öfluðu kjölfestufjárfestunum gjaldeyri en áhættan lenti á grunlausu fjölskyldufólki.

Þetta hafði Valgerður Sverrirsdóttir að segja um sölu Landsbankans til kjölfestufjárfesta: Kjölfestufjárfestir er sá sem hefur þekkingu og reynslu á sviði fjármálaþjónustu og getur því aukið styrk bankans og gefið honum ný sóknarfæri.

Landsbankinn var svo seldur Björgólfi Guðmundssyni, Björgólfi Thor Björgólfssyni og Magnúsi Þorsteinssyni, stofnendum bjórframleiðandans Bravo International í Rússlandi. Höfðu þessir kjölfestufjárfestar þekkingu og reynslu á sviði fjármálaþjónustu. Ef ekki hvaða markmið réðu þá ferðinni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kosturinn við þessar hremmingar sem ganga nú yfir er að lokið hefur verið fjarlægt af ormagryfjunni. 

Ellegar hefði það aldrey opinberast - þ.e. innhaldið

Annars er alveg kostulegt að fylgjast með sprikli sjálfstæðismanna; maður opna varla netsíðu nema þar poppi upp auglýsingaskilti með vatnsgreiddum sjálfstæðismanni í prófkjöri.  En máttur auglýsinga er mikill og þeir vita það.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 21:58

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

615 íslenskar fjölskyldur með 18 milljónir í mánaðarlaun!

Ertu ekki að grínast, eða er þetta staðfest í framtölum?

Árni Gunnarsson, 15.3.2009 kl. 00:50

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Árni 615 tekjuhæstu fjölskyldurnar með yfir 18 milljónir í mánaðarlaun. þannig var það árið 2007. Hef það eftir prófessori Stefáni Ólafssyni. Mig minnir að meðal laun hjá 90% þjóðarinnar hafi verið rúmlega 600 þús á sama tíma. Ég er hrædd um að það hafi ekki verið meðaljóninn sem kom þjóðinni á hausinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.3.2009 kl. 03:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband