Verndar löggjöfin ekki börn?

Er ekki kominn tími til þess að nútímavæða þetta samfélag og reyna að koma einhverju skikki á löggjöfina? 

Frétt á Vísi:

Borgaryfirvöld virðast ekki geta rekið leikskólastarfsmann úr starfi þrátt fyrir að hann hafi ítrekað slegið fimm ára gamlan dreng. Móðir drengsins er reið og segir að drengurinn þori ekki lengur að mæta í skólann.

"Ég hef haft samband við barnavernd. Það er verið að brjóta barnaverndarlög. En þeir báðu mig að hafa samband við leikskólasvið. Það stangast öll lög á þarna. Réttindi starfsmanna eru 100% en barnið hefur engin réttindi."

Ólöf hefur einnig haft samband við borgarstjóra vegna málsins en fær alltaf sömu svör: Starfsmanninn er ekki hægt að reka. Drengurinn hefur þó verið fluttur úr umsjá starfsmannsins.

Hvað gerist ef starfsmaður verður uppvís að því að lúskra á vistfólki á elliheimilum?

Hvað þarf starfsmaður að brjóta alvarlega að sér gagnvart skjólstæðingi til þess að honum sé vikið úr starfi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband