Langur aðdragandi að þessum hremmingum

Það er alloft talað um kreppuna á Íslandi eins og hér hafi bara allt leikið í lyndi og svo hrundu bankarnir og svo kom kreppa. Það ástand sem ríkir á Íslandi í dag má rekja til stefnu, aðgerðarleysis og ákvarðana sem rekja má í það minnsta áratug aftur í tímann. Hægt og sígandi hefur skuldastaða heimilana versnað, atvinnulífið skuldsett, stjórnsýslan orðið vanhæfari og lagaumhverfi mótað til þess að þjóna fólki sem vildi ræna þjóðina.

Fjölskyldur voru í vanda fyrir ári síðan, fyrirtæki voru farin að berjast í bökkum en haldið var uppi hér sýndarveruleika á meðan fyrirliðar stjórnmálaflokkanna ferðuðust víða um lönd til þess að segja fólki að á Íslandi væri allt í lukkunar velstand. Þetta fólk var ekki gáfað.

Á Íslandi var lítil áhersla lögð á að skapa verðmæti heldur voru menn með draumóra um að græða svo mikið á útlendingum að þeir gætu bara gefið álverum orkuna eða selt hana með tapi.

Á næsta ári þarf að skera niður í velferðakerfinu um 200 til 300 milljarða. Það kostar 37 milljarða að reka Landspítalann. Það kostar 50 milljarða að reka alla menntaskóla og háskóla. Ekkert verður eins og áður.

Þetta höfðu sjálfstæðismenn af í stjórnartíð sinni með dyggri aðstoð framsóknar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband