Að rækta grænmeti upp af fræjum

Fyrir þá sem vilja rækta grænmeti upp af fræjum er tímabært að leggja sína eftir fræjum. Garðyrkjufélagið er með frælista sem ég bendi fólki á að skoða. Neðarlega á listanum eru matjurtarfræ. Það kostar 4000 á ári að vera félagi í Garðyrkjufélagi Íslands. Ég er reyndar búin að hg_garden_raised_cstinga upp á því við Garðyrkjufélagið að þeir bjóði upp á afsláttargjöld fyrir atvinnulausa.

Byrjendum hættir til þess að sá of miklu og of mörgum tegundum. Ágætt er að byrja með eina tegund t.d. rófur. Ágætt að sá kannski tíu til tuttugu fræjum og hugsa vel um þau. Gera má ráð fyrir nokkrum afföllum því er ágætt að sá fleiri fræjum en fólk hyggst uppskera af grænmetinu. Það þarf að kaupa sáðmold til þess að rækta upp af fræjum í en hún er næringarsnauðari en venjuleg mold. Mikilvægt er að vökva hóflega á hverjum degi. Ágætt er að hafa sáðbakka í skugga fyrstu dagana en færa bakka síðan í góða birtu. Ef birtan er ekki nægileg verða plönturnar renglulegar.

Einkunnarorðin við ræktun upp af fræjum er þolinmæði, umhyggja og smá húmor fyrir mistökum.

sps0479Salati er hægt að sá beint út í vor.

Ég myndi segja að auðveldast sé að ná salati upp af fræjum en það þarf að verja salatið sniglum. Ég hef heyrt tvö ráð sem eiga að reynast vel en það er annars vegar að setja vikur í kringum plönturnar og hins vega að setja kaffikorg í beðið.

Af kryddjurtum hefur mér fundist best að rækta basilikum. Gott krydd bæði í salöt og í pastarétti.

Þeir sem eru með góða aðstöðu t.d sólskála eða skýli á svölum geta rækta tóma eða t.d. baunir.SNS034


mbl.is Matjurtagörðum fjölgað í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk Óskar fyrir þessa jákvæðu hugsun. Ég næ mér nú samt í vikur

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.3.2009 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband