Hannes Hólmsteinn, Milton Friedman og Augusto Pinochet

Hannes Hólmsteinn Gizzurarson lét heillast af kenningum Miltons Friedmans. Friedman boðar últra-kapitalisma. Einkavæðing skóla og heilsugæslu og láglaunað verkafólk, kennarar og heilbrigðisstarfsfólk eru hluti af hugsýn Friedsmans. Verðmætin lenda í vasa hinnar ráðandi stéttar.

Milton Friedman var aðstoðarmaður einræðisherrans í Chile, Augusto Pinochet. Pinochet notfærði sér ástand þjóðarinnar sem var í áfalli eftir ofbeldisfullt fall og innleiddi últra-kapítalisma. Þeir sem sýndu andstöðu voru fangelsaðir og pyndaðir að mikilli grimmd.

Friedmann hefur verið talsmaður þess að notfæra sér áföll til þess að kýla inn einkavæðingu og launalækkunum. Aðgerðirnar í Chile kölluðu örbyrgð yfir milljónir fjölskyldna. Fólk sem kallaði eftir réttlæti, jöfnuði og mannréttindum fékk að kynnast innviðum pyndingarklefanna.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur leynt og ljóst barist fyrir því að koma hér á últra-kaptitalisma að hætti Friedmans en þrátt fyrir að hér sé allt hrunið í kjölfar auðhyggjunnar hyggst sjálfstæðisflokkurinn ekki gefast upp.

Frambjóðendur sjálfstæðisflokks hafa setið við fótskör Hannesar Hólmsteins og kynnt sér boðskap átrúðnaðargoðsins Miltons Friedmans. Þeir ætla í engu að snúa frá þessum boðskap enda hafa þeir sagt að boðskapurinn hafi ekki brugðist heldur fólkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband