Ábyrgðarleysi í bankarekstri

Ég var einu sinni sparisjóðsstjóri og setti sparisjóðinn ekki á hausinn. Mér hefur aldrei þótt það neitt sérstak afrek. Ef maður hefur tiltekin viðmið í heiðri sem varða áhættu, veð og lausafjárstöðu er lítil hætta á að bankinn fari á hausinn. Það er líka ágætt að vera ekkert að borga sjálfum sér bónusa og annað sem bankinn þolir ekki.

Egill Helga segir um fall SPRON

Það var sagt að stofnanir eins og SPRON væru svo óhagkvæmar vegna smæðar sinnar. Seinna kom í ljós að það voru stóru bankarnir sem voru óhagkvæmastir.

Seinast var farið í hlutafjárútboð hjá SPRON árið 2007. Um það leyti seldu stjórnarmenn í SPRON hluti sína á laun. Trú þeirra á fyrirtækinu var ekki meiri en svo. (það var í febrúar á síðasta ári)

Nú er bankinn kominn inn í Kaupþing. Þangað hafði honum reyndar verið stefnt í langan tíma af Guðmundi Hauksssyni sparisjóðsstjóra sem áður vann hjá Kaupþingi og var alltaf í klíkunni í þeim banka. Guðmundur var stjórnarmaður í Exista og Erlendur Hjaltason sem er forstjóri Exista var stjórnarformaður SPRON eins og lesa má hér.

Gengi SPRON eins og fleiri sparisjóða féll með Existabréfunum sem höfðu verið keypt

Og hvað skildi nú þetta fall kosta almenning?


mbl.is SPRON til Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Maður spyr sig eðlilega hvort Guðmundur hafi þá ekki tekið stöðu á móti SPRON til að koma honum inn í Kaupþing? Er það kannski of langt gengið að draga þá ályktun

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.3.2009 kl. 02:39

2 Smámynd: Offari

Er ekki að styttast í botnin?

Offari, 22.3.2009 kl. 09:32

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Það er skítalykt af þessu öllu saman.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 22.3.2009 kl. 11:31

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Kostnaðurinn fyrir okkur skattgreiðendur er greinilega ekki áhyggjuefni stjórnvalda.  Og fyrrverandi bankastjórna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2009 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband