Þannig rændu þeir bankanna

...og hvers vegna tók fjármálaeftirlitið ekki eftir neinu?

Atli Gíslason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagðist á Alþingi í dag hafa ástæðu til að ætla, að stór hluti arðgreiðslna í bankakerfinu undanfarin ár hefði stafað af því að viðskiptavild var hækkuð í bókhaldi upp í 30-50% af eigin fé.

„Það er grafalvarlegt og rannsóknarefni,"


mbl.is Loftbóluhagnaður og loftbóluarður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl

Ég vona að þetta sé rangt eftir honum haft. Því ef þetta er rétt þá hefur hann enga þekkingu á málinu, því miður. Hann hlítur að hafa bara talað um eignir og lánamöguleika. Vonandi minntist hann ekki á tekjur í þessu samhengi því ég ber töluverða virðingu fyrir Atla.

Kv.

Sveinbjörn

PS: Vonandi tekur þú einn eða tvo kúrsa í rekstri með þessu námi þínu.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 16:35

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að þú ættir sjálfur að taka nokkra kúrsa um viðskiptavild, loftbólur og siðfræði.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.3.2009 kl. 17:28

3 identicon

Sæll Sveinbjörn

Það þarf ekki háskólapróf í viðskiptafræði til að átta sig á því siðleysi og veruleikafirringu sem hér hefur komið þjóðarbúinu á hliðina. Fyrirbæri á borð við "kúlulán" og "skuldabréfavafningar" hafa ekki komið fyrir í rekstrarnámskeiðum fram að þessu. 

Arðgreiðslur af engu eru dæmi um botnlausa græðgi einstaklinga og veruleikafirringu. Svo ekki sé minnst á það virðingarleysi sem viðkomandi sýna öðrum í reynd.

Það er nóg að hafa heilbrigða skynsemi og mig furðar ávalt þegar verið er að kalla eftir sérþekkingu hjá blögghöfundi hér í málefnum þar sem heilbrigð skynsemi er nægjanleg.

Raunveruleg ástæða þessara athugasemda er að tala niður til hennar og barnaleg tilraun til að þagga niður í henni, sem er með öllu vonlaust.

Ef reynist rétt að arðgreiðslur hafi farið fram með ólögmætum hætti á að gera kröfur á arð-ráns-þegana að þeir axli ábyrgð m.a. að þeir endurgreiði þessa peninga nú þegar í ljósi þess að annars lendir þetta á almenningi.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 17:39

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Auðvitað á að krefja þessa loftbólubraskara, sem bjuggu til peninga handa sjálfum sér sem enduðu svo sem skuldir hjá almenningu, um endurgreiðslur! og það tafarlaust!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.3.2009 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband