2009-03-23
Illa sæmandi lækni að bulla svona
MS sjúklingar fá ekki Tysabri lyfið vegna þess að Landsspítalinn er að spara. Að halda því fram að færri fái lyfið vegna varfærni er fyrirsláttur. Það er ekki traustvekjandi þegar að menn sem vilja kalla sig fagmenn reyna að villa um fyrir almenningi.
Hluti MS sjúklinga fær lyfið Tysabri sem hindrar köst sem hafa í för með sér skemmdir í heila sjúklinga og valda lömun, blindu og skemmdum á líffærum. Það er skýlaust brot á jafnræðisreglu stjórnsýslulaganna að mismuna MS sjúklinum og brot á lögum um sjúkratryggingar að neita fólki um lyfið sem þarf á því að halda.
Reglur Tysabri verkefnisins segja að sjúklingar sem eru með hrattversnandi kastasjúkdóm skuli fá lyfið. Hér á landi hefur MS sjúklingum sem ekki falla innan þessa ramma verkefnisins fengið lyfið á sama tíma og sjúklingum sem eru með alvarlegri gerð af sjúkdómnum hefur verið neitað um lyfið. Þetta vekur spurningu um það hvort að kleptókratían nái einnig inn í heilbrigðiskerfið.
Fyrir sjúklinga sem eru með hrattversnandi kastasjúkdóm MS sjúkdómsins er áhættan hverfandi lítil miðað við alvarleika sjúkdómsins og þann ábata sem næst af notkun lyfsins. Mörg lyf sem gefin eru hér á landi og fjöldi aðgerða sem gerðar eru hér á landi hiklaust eru miklu hættulegri og hafa drepið fjölda manns.
Meira að segja penicillin hefur drepið fólk og er það gefið eftirlitslaust í heimahúsum!
Björn Zoëga: Færri fengu tysabri vegna dauðsfalla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 578523
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
einmitt! Hvað er í gangi að slá fram einhverju hræðsluáróðri þegar fólkið í landinu vill fá að vita hvernig vinnubrögð eru í gangi og hvað það er sem ræður því afhverju sumir fá já en aðrir ekki og síðast enn ekki síst afhverju sumir fengu já og svo skyndilega nei!
Anna Egilsdóttir, 23.3.2009 kl. 17:14
Sá þessa frétt í sjónvarpinu í gær og það sem sló mig var kostnaðurinn við þetta lyf hann er algjörlega úr takt við nokkurn skapaðan hlut 5 milljónir á ári fyrir hvern sjúkling,,hver konar græðgis þema er hjá þessu lyfjafyrirtæki sem framleiðir þetta lyf,,við ættum að stela formmúlunni og framleiða sjálf svo allir MS sjúklingar gætu fengið þetta lyf á viðráðanlegu verði............
Res (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 17:27
Þessi tala er ekki rétt. Ég sá nýlega að lyfið kostar 270 þús á mánuði. Margir sjúklinganna eru fyrir á lyfi sem kostar yfir hundrað þúsund en það lyf skilar mikið minni árangri. Þegar þeir fá tysabri hætta þeir að taka hitt lyfið þannig að þar sparast kostnaður á móti.
Það virðist vera í gangi einhver ótrúleg barátta gegn MS sjúklingum af hálfu yfirvalda hvað varðar þessa lyfjagjöf. Má ég minna á að yfirvöldum munar ekkert um að henda 13.5 milljörðum í tónlistarhöllina.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.3.2009 kl. 17:35
Ef væru almennileg lög í landinu þá ættum við Actavis , því að mínu mati þá eiga menn sem skulda þjóðfélaginu , vegna þess að þeir voru gerðir upp , ekki geta rekið áfram fyrirtæki í landinu , þótt um allt aðra kennitölu sé að ræða , því okkar kennitölu berum við til æviloka , m.ö.o. löglegt en siðlaust , og ef við ættum Actavis ( sem við eigum siðferðinu samkvæmt ) þá þyrftum við ekki eins að horfa í aurinn , því okkar væru útgjöldin og okkar væri gróðinn . Já það þarf svo sannarlega að taka til á sökkvandi Sukklandi .
Hörður B Hjartarson, 23.3.2009 kl. 17:52
Þetta er snúið mál að tjá sig um án skoðunar...en að öllu jöfnu á auðvitað að gera það sem gera þarf til að létta fólki baráttuna við illvíga og/eða ólæknandi sjúkdóma.
En það sem stendur í mér er alltaf það sama í þessu samhengi, lyfjafyrirtækin eru auðvitað gróðafyrirtæki, sem og þau fyrirtæki sem hanna tæki og tól til lækninga. Gróðahugsjónin stendur alltof oft í vegi fyrir nákvæmum rannsóknum og tilraunum...og of oft er ætt af stað án þess að langtímaáhrifa sé gætt...
...t.d. má nefna leisigeisla-aðgerðir á augum...hættulaust og bráðsnjallt sögðu menn, en nú eru þeir sem fóru hvað fyrst í svona aðgerðir að þjást af krónískum höfuðverkjum og sjóntruflunum vegna aðgerðarinnar...
...við þekkjum líka svipaðar sögur af mörgum lyfjum...Halcion, barbitur-lyfin, megrunarlyfin osvfr... ekki er langt síðan kókaín var allra meina bót..sögðu menn...og sama má segja um amfetamín...heróín...lsd...og svo framvegis...
...snúið mál..en prinsippið er samt gegnheilt.
Haraldur Davíðsson, 23.3.2009 kl. 17:53
VBS fjárfestingarbanki hefur gengið frá samkomulagi við ríkissjóð um 26 milljarða lán til 7 ára vegna skuldbindinga bankans við Seðlabanka Íslands.
Í þessu tilviki eru til nógir peningar! Hvers vegna er ríkissjóður að lána einkafyrirtæki?
Eru menn orðnir snarruglaðir?
Haraldur það er komin töluverð reynsla af þessu lyfi. Það er búið að gefa það í nokkur ár og eftir því sem ég best veit hefur það ekki orðið neinum að aldurtila í Evrópu. Ég hef heldur ekki heyrt að fólk hafi orðið fyrir varanlegum skaða vegna lyfsins.
Ábatinn af þessari lyfjagjöf er ótvíræður því hún kemur í veg fyrir alvarlega fötlun og í sumum tilvikum dauða.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.3.2009 kl. 18:05
Jakobína,
Þú átt heiður skilið fyrr að taka þetta upp. Því miður er þetta miklu stærra mál en en aðeins MS sjúklingar. Öll dýr S-merkt lyf þurfa að fara fyrir nefnd lyfjamála sem starfar mjög hljóðlega. Ísland eins og Bretland notar klínískar leiðbeiningar til að spara. Munurinn er að í Bretlandi er þetta upp á borði. Lyf sem kosta meir en 400,000 á mánuði þar eru yfirleitt ekki borguð. Lyf undri 200,000 eru borguð. Lyf þar á milli eru borguð í nokkrum tilfellum.
Gilda svipaðar reglur á Íslandi sem er haldið hljóðlega? Þegar læknar nota klínískar leiðbeiningar frá stofnun sem nefnist NICE eiga viðvörunarbjöllur að fara af stað hjá íslenskum sjúklingum. Læknar halda á öllum spilunum og mjög auðvelt er fyrir þá að kasta ryki í augu sjúklinga (þú afsakar samlíkinguna). Það verður að minna þá á að þeir hafa skrifað undir Hippókratesar eiðinn.
Dýr krabbameinslyf sem kosta yfir 300,000 á mánuði á Íslandi eru líka skömmtuð. Hið hræðilega er að flestir þessara sjúklinga hafa ekki tíma til að standa í þrasi við yfiröld. Hér leikur þessi nefnd Guð og ákveður hvaða sjúklingar fá að lengja líf sitt og hverjir ekki
Hvar er umboðsmaður sjúklinga. Af hverju var hægt að skipa 3 umboðsmenn í bönkunum eftir fall þeirra en ekki einn einasta umboðsmann sjúklinga?
læt þetta nægja að sinni
Andri Geir Arinbjarnarson, 23.3.2009 kl. 18:11
samkvæmt lögum á fólk rétt á bestu mögulegu meðferð á hverjum tíma...og því ljóst að brotið er á MS sjúklingum. Og svo virðist siðlaust hvernig sjúklingar eru valdir. Það er hins vegar rétt hjá Haraldi.....reglulega koma fram ný undralyf sem síðan reynast ekki eins örugg og talið var í fyrstu. Engin lyf eru 100% örugg.
Hólmdís Hjartardóttir, 23.3.2009 kl. 18:13
Tvennt sem mig langar að kommentera á.
Fyrsta.
Frændi minn er var með þeim allra fyrstu að fá nýtt M.S. lyf þegar það kom á markaðinn. Hann var með tiltölulega nýja greiningu og þoldi afarilla eldra lyfið. Honum fór gríðarlega hratt aftur og ég var orðin hrædd um að hann myndi enda í hjólastól þar sem hann var orðinn verulega máttfarinn og með sjóntruflanir. Í dag myndi enginn þekkja hann sem sama manninn svo miklar framfarir hafa orðið á honum við að fá nýja lyfið. Hann hefur ekki orðið var við neinar aukaverkanir og er meira að segja farið að ganga mun betur í námi en áður.
Hann sér fram á að geta í framtíðinni unnið fyrir sér sjálfur ef hann heldur áfram að vera þetta hress. Það hlýtur að vega þungt á mót þeim fjármunum sem það kostar ríkið að hafa hann á lyfjum ef ríkið losnar við að þurfa að halda honum uppi (sem er mikið dýrara) og jafnvel sjá honum fyrir stuðningsaðila þegar hann gæti ekki lengur séð um sig sjálfur. Það er mjög einfalt reiknisdæmi sem allir ættu að geta reiknað út.
Annað:
Ég hef farið í lazer-aðgerð á auga. Og svo á við um marga vini og kunningja. Ekekrt okkar hefur þessar aukaverkanir sem Haraldur nefndi. Þvert á móti skánaði hjá mér mikið höfuðverkur sem kom afþví ég var nærsýn og farin að fá svokallaða elli fjarsýni líka.
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 23.3.2009 kl. 18:28
Síðan Tysabri kom aftur á markað hafa fundist 4 ný tilfelli af PML, þar af 3 í Evrópu. Einn sjúklingur dó í BNA. Aðrar aukaverkanir eru tíðar eins og með öll lyf úr sömu fjölskyldu (zumab mótefni). Þar af leiðir að það þarf að vanda til verka með gjöf lyfsins. Ég skil ekki fyrirsögnina hjá þér og þú ferð ekki alveg með rétt mál heldur. Hins vegar virði ég viljann fyrir verkið.
Anton
Anton (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.