Á að setja þessa peninga í að byggja tónlistahöllina...

...þ.e. styrkja Íslenska aðalverktaka og Promus ehf. En almenningur á að borga þann pakka....13.5. milljarða.

Lánið frá Færeyingum dugar fyrir hálfri tónlistahöll...þetta er hálf hallærislegt.


mbl.is Skrifað undir lánasamning við Færeyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Láninu frá Færeyingum er einungis ætlað að styrkja gjaldeyrisvarasjóð landsins eins og önnur lán sem okkur hafa verið veitt á síðustu mánuðum. Lánið er því ekki unnt að nota til að fjármagna hallarekstur ríkis eða fjárfestingar

Lán Færeyinga er táknrænn vinargreiði og mun eitt og sér ekki bjarga landinu úr því hyldýpi sem við föllum í.

Nú þegar Ísland er líklega eitt óvinsælasta land vestur Evrópu veitir okkur ekki af stuðningi vinaþjóða okkar, sem mun styðja við krónuna og koma í veg fyrir greiðsluþrot gjaldmiðilsins. Við munum sjálf þurfa að bjarga okkur úr hallarekstri og sjá til þess að útflutningstekjur standi undir innflutningi og að rekstur ríkis sé innan ramma skatttekna.

Sem vel upplýstur stjórnsýslufræðingur veistu að það hefði kostað marga milljarða að rifta samningi um byggingu tónlistarhúss, sem mun skapa mörgum vinnu og veita landanum upplyftingu í svartnætti komandi ára.

Pétur (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 21:03

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Nýr menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, telur heppilegast úr því sem komið er að lokið verði við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn í Reykjavík

Katrín er voða svög fyrir þessu og þar sem hún er ráðherra þá ræður hún þessu, ekki satt?  Að við skulum nota orðið ráðherra yfir æðstu menn framkvæmdavaldsins er alveg ótrúlegt.  Það er hvorki jafnræðislegt eða lýðræðislegt, þ.e. sá herra sem ræður.  Aðrar þjóðir nota hógvægari orð. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.3.2009 kl. 21:13

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Er þá ekki arfavitlaust að leggja í flottræfilshátt eins og tónlistarhöllina?

13.5 milljarðar fyrir störf sem kosta innan við 2 milljarða og allt karlastörf. Á þá ekki líka að setja 13.5 milljarða í kvennastörf. Ég viðurkenni að mér eru alls ekki kunnugir allir samningar vegna tónlistarhús né hvað kosta myndi að rifta þeim. Þetta verkefni er þó mjög ögrandi fyrir mína velsæmistilfinningu á tíma þegar verið er að neita sjúklingum um lyf við grafalvarlegum sjúkdómum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.3.2009 kl. 21:15

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

13.5 milljarðar - endar líkalega í 25 plús - hef aldrei stutt þetta framtak fárra til bygginar þessarar Tónlistarhallar og geri ekki enn - ég vil bíða með þetta þar til betur árar - mun meira aðkallandi verkefni sem þurfa forgang nú og næstu misseri

Jón Snæbjörnsson, 23.3.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband