Voru þetta mútur?

Frétt í DV:

Kristján Arnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins og Sigríður Hrund Guðmundsfóttir, forstöðumaður eignastýringarsviðs, fóru í um 30 boðsferðir frá árinu 2003 til 2008. Þá hafa þau bæði þegið árlega boðsferð í veiði undanfarin þrjú ár.

Þetta kemur fram í svari sjóðsins við fyrirspurn frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna en svarið er birt á heimasíðu Sameinaða lífeyrissjóðsins. Meðal annars var spurt um gjafir og annað sem stjórnendur sjóðsins hefðu þegið af félögum sem sjóðurinn hefur fjárfest í frá og með árinu 2003 til ársloka 2008.

Í svarinu kemur fram að á því tímabili sem spurt var um hafi þau Kristján og Sigríður farið hvort um sig í fimm ferðir á ári vegna eigna sjóðsins erlendis. Að auki hafi Ólafur Haukur Jónsson forstöðumaður rekstrarsviðs farið í tvær slíkar ferðir síðast liðin tvö ár.

Að jafnaði hafi um helmingur þessara ferða verið skipulagðar kynnisferðir fyrir
fulltrúa íslenskra fjárfesta vegna tiltekinna fjárfestingaverkefna erlendis og hafa
þær verið greiddar af samstarfsaðilum Sameinaða lífeyrissjóðsins. Hverjir voru þessir samstarfsaðilar?

Guðmundur Ragnarsson, formaður félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir á heimasíðu félagsins að svarið undirstriki það sem hann hafi sagt að ekkert óhreint væri við þau vinnubrögð sem hefði verið unnið eftir við rekstur sjóðanna.

Er þetta ekki nokkuð undarleg ályktun hjá Guðmundi?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Aha! Hér er sem sagt um vísindaferðir að ræða.

Arinbjörn Kúld, 24.3.2009 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband