Þöggun í hagsmunakerfinu

Hér á landi hafa ýmis málefni verið tabú sem einungis má hvíslast á um í skúmaskotum

Dæmi um svona málefni eru:

Sóun á almannafé í karlaíþróttir

Gríðarlegur kostnaður í heilbrigðiskerfinu og vanheilsa vegna íþróttaiðkanna

Fólk á listamannalaunum sem skilar engu frá sér til samfélagsins

Múgsefjun og heilaþvottur í kirkjunni

Jákvæð mismunun sem karlmenn njóta

Að konum geti langað til þess að vera heimavinnandi húsmæður og eigi að njóta samfélagsréttinda sem slíkar (t.d. atvinnuleysisbóta ef verkefni þrýtur (t.d. þegar börn byrja á leikskóla eða skóla))

Að Jóhanna Sigurðar sat í ríkisstjórn sem sveik þjóðina

Að meðmæli frá vinnuveitendum eru gjörsamlega marklaus í spilltu samfélagi og verkfæri spillingarinnar þegar koma þarf gæðingum á framfæri

Áfengis og eiturlyfjavandamál sumra ráðamanna í gegnum tíðina

Ótrúlega háa kostnaðarhlutdeild sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu

Þöggun þjónar því að halda málefnum utan umræðunnar sem einhverjir hagsmunaaðilar vilja ekki að fái brautagengi í samfélaginu.

Bætið gjarnan við þennan lista


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var heimavinnandi húsmóðir í yfir 20 ár með 6 börn heima, ég er í dag að 48 ára og er ég bara búin að borga í lífeyrissjóð í 6-7 ár.  Ég verð öreigi þegar ég þarf að lifa á eftirlaunum og lífeyrissjóðnum mínum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.3.2009 kl. 01:06

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Einmitt og svo er líka spurning hvernig þetta starf er metið sem starfsreynsla

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.3.2009 kl. 01:11

3 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Þú setur einatt fingurinn á málin sem skipta máli Jakobína

Lilja Skaftadóttir, 24.3.2009 kl. 01:17

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk Lilja

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.3.2009 kl. 01:19

5 Smámynd: Margrét Rósa Sigurðardóttir

Frá unglingsaldri var ekki hægt að fá vinnu í fiski né í sjoppu nema "maður þekkti mann".

Margrét Rósa Sigurðardóttir, 24.3.2009 kl. 05:30

6 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Í dag bjóða lífernissjóðir upp á að hjón skipti lífefri sínum jafnt þannig fær karlmaðurinn helming í lífernisrétti makans og öfugt þetta eiga hjón sem hafa þennan bakgrunn að annað hefur verið á vinnumarkaði eða að annað hafi mun meiri tekjur en hinn í hjónabandinu .

Það er þó einn hængur á að báðir aðilar þurfa að vera heilbrigðir að mati tryggingalæknis , svo skrítið sem það er þegar fjölskylda borgar í lífernissjóð sem ég hélt að sá sem greiddi ætti á meðan hann væri á lífi .

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 24.3.2009 kl. 08:51

7 identicon

ég sem landsbyggðarmaður mótmæli alfarið orðum Margrétar Rósu hér að ofan.var byrjaður að vinna í skreið ásamt bekkjarfélögunum um 12ára svo var gellað á kvöldin og gengið í hús og selt,náð í smá aukapening.seinnameir var það svo flokkað undir barnaþrælkun og keyptar tölvur handa öllum börnum og flestum skellt á rítalín ef einhverjir sýndu tilburði til að fara úr húsi.

zappa (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 08:51

8 identicon

Góðir punktar Jakbobína.  Nokkur atriði í viðbót:

Fíklar sem fengið hafa rítalín frá unga aldri vegna áróðurs og atvinnusköpunar heilla starfsstétta í heilbrigðis- og félagsþjónustu. 

Ætlast var til að áhöld úr búsáhaldabyltingu yrðu sett hið snarasta á Þjóðminjasafnið þegar núverandi stjórn komst til valda.

Íslenska þjóðin hafði utanríkisráðherra í hlutastarfi mánuðum saman eftir hrunið þegar þörfin var mest.

Þéttriðið tengslanet, bræðralag og þagnarmúr karla úr bönkunum, opinberri stjórnsýslu, stjórnmálaflokkum og íþróttafélögum.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 09:03

9 identicon

Ofnotkun metýlfenídat lyfja hér á landi. Mér finnst hún glæpsamleg.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband