Björgólfur Thor undir verndarvæng Davíðs Oddsonar?

Seðlabankamenn vörðu Icesave

Í minnisblaðinu (Seðlabankans frá því í febrúar á sl. ári) segir eftir fund starfsmanna Seðlabankans með fulltrúum matsfyrirtækja, að ljóst sé að áhyggjur af Íslandi litist eingöngu af áhyggjum af íslensku bönkunum. Talið sé að fyrirferð þeirra í fjármálalífi Íslendinga sé slík að verði þeim hált á svelli þá detti aðrir með. Fulltrúar Moody's hafi haft áhyggjur af öllum bönkunum en þó einna mest af einum þætti sem snýr að Landsbanka Íslands vegna Icesave-innlánsreikninga bankans. „Seðlabankamenn fóru yfir þau rök sem væru gegn því að þessi innlánsreikningur væri jafn ótraustur og Moody's hefði áhyggjur af, en ekki er líklegt að öllum efasemdum þeirra hafi verið eytt,“ segir í minnisblaðinu.

 

Varðandi fundi með fulltrúum stórra erlendra banka segir meðal annars í minnisblaði starfsmanna Seðlabankans, „að íslenska bankakerfið væri í mikilli hættu, ekki síst vegna þess hvernig það hefur þanist út, skipulagslítið og ógætilega á undanförnum árum, í því trausti að lánsfjárútvegun yrði ætíð leikur einn.“

Minni á að skömmu eftir að þetta minnisblað varð til yfirfærði Þorgerður Katrín skuldir sínar í Kaupþingi af persónulegri kennitölu og yfir á kennitölu félags.

Með þessari tilfærslu gerði hún persónulegar skuldir sínar að skuldum skattgreiðenda


mbl.is SÍ: Stefnt í ógöngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ég hef sagt það í ca. 10 ár að Halldór Ásgrímsson (guðfaðir kvótakerfisins) og Davíð Oddsson (BLÁSKJÁR) munu báðir fara í sögubækurnar fyrir þann SKAÐA sem þeir hafa valdið samfélaginu - óbætanlegt tjón sem tengist gjörðum þeirra...!  Nægir að nefna "kvótakerfið, einkavinnavæðingu bankanna, einkavinnavæðing fjölda ríkisfyrirtækja, Decode svkamyllan, Írakstríðið o.s.frv....!  Það var BLÁSKJÁR sem ákvað að gefa RÉTTUM aðilum bankanna, honum fannst mikið tilkoma með Björgólfs feðga og vildi bæta þeim upp þá aðför sem HANN taldi að að þeim hefði verið gerð, en því miður fyrir Davíð þá var helmingarskiptareglan ávalt tilstaðar og því varð að gefa Framsókn Búnaðarbankann og þeir fengu einnig gefins VÍS úr Landsbankanum.....  Alltaf augljóst að Davíð & RÁNFUGLINN héldu verndarhendi ÍTREKAÐ yfir Landsbankanum & Ice-SLAVE reikningunum.  Þess vegna er þetta "blaður Davíðs" um aðvarnir ómarktækt, því hann gerði akkurat ekkert til að stöðva Landsbankann.  Ekki hækkaði hann bindisskildu, heldur lækkaði hana, hann beyti sér ekki fyrir því að FME myndi stöðva Landsbankann þegar hann opnaði þessa Icesave reikninga í Hollandi, þó augljóst væri að það dæmi mæti ekki gerast.  Enn og aftur seti RÁNFUGLINN & BLÁSKJÁR, auðmenn í fyrsta sæti, flokkinn í annað sæti og þjóðina í fimmta sæti.  Ég ítrekað að þessir tveir stjórnmálamenn "Halldór & Davíð" eru í sérflokki tengt klúðri & siðblindu, en fast á hæla þeirra fylgja "Geir & Solla stirða" - þjóðar ógæfa að eiga svona arfalélega stjórnmálamenn!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 24.3.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband