Kúgaðir Íslendingar, þöggun og tabú.

Á undanförnum árum hefur gjaldtaka vegna heilbrigðisþjónustu og skólagöngu síaukist. Íslenskir neytendur hafa einnig verið neyddir til þess að greiða einkaaðilum skatt en frægt dæmi um það er aflestramælaskatturinn sem almenningur er látinn greiða Finni Ingólfssyni í gegn um hitaveituna.

Skattpíning á lágtekjufólki hefur aukist en auknar skatttekjur í auknum mæli notaðar til þess að skapa hvíldaraðstöðu fyrir ættmenni og vini ráðamanna innan stjórnsýslunnar. Vegna þessa hefur skapast vangeta innan stjórnsýslunnar en fjöldi stjórnunarstarfa og embætta er vegna þessa skipaður undirmálsfólki.

Litlar fréttir fara nú af högum þeirra 20 þúsund einstaklinga sem nú ganga atvinnulausir eða af því hvað á að gera þegar atvinnuleysistryggingasjóður tæmist í ágúst.

Mikil umræða er um hvernig eigi að bjarga heimilunum vegna húsnæðislána en minni umræða hvað krafa AGS um hallalaus fjárlög á næsta ári þýðir fyrir þjóðina.

Hækkun vaxtagreiðslna vegna lána ríkissjóðs er talin vera yfir 50 milljarðar, fjárlagahallinn á þessu ári er 150 milljarðar. Gera má ráð fyrir að samdráttur í skatttekjum ríkissjóðs sé um 50 til 100 milljarðar.

Þetta þýðir einfaldlega niðurskurð um helming fjárlaga eða 200 til 300 milljarða. Um þetta er ekkert talað núna né heldur hvernig eigi að ná þessum sparnaði fram.

Ótrúlegum fjárhæðum er varið í alls konar ráðgjafaþjónustu, setu í bankaráðum, nefndum og þessháttar sem er greitt ofan á laun stjórnmálamanna. Ekki væri úr vegi að þingmenn upplýsu almenning um brúttólaun sín áður en gengið er til kosninga í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Kjósandi hafa enn möguleika á að raða á lista flokkanna, það er ekki öll von úti enn:

Hvernig á að kjósa í komandi kosningum?

Var að stofna áhugamannahóp á Facebook um málefnið:

http://www.facebook.com/group.php?gid=59606301394&ref=nf

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.3.2009 kl. 11:16

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það má örugglega spara aur í fundarsetum, ég er að bíða eftir því að þjóðkirkjan verði tekin af registerinu og verði sjálfbær. Hún líkist æ meir kaþólsku kirkjunni í hinum stóra heimi þar sem prestar sem ákærðir hafa verið fyrir að leita á börn, halda áfram að tóna eins og ekkert sé. Hvað ætli við gætum sparað mikið þar. Og leggja niður forsetaembættið. Og taka til í utanríkisþjónustunni, við erum ærulaus hvort eð er og pr-ið getur ekki reddað því. Og................

Eitthverra hluta vegna er það lenska að byrja á sjúkum og þeim sem minna mega sín eins og skólabörnum, sem ekki hafa kosningarétt. Það er síðast farið í bitlingana og skatta á hátekjufólk.

Rut Sumarliðadóttir, 24.3.2009 kl. 13:01

3 Smámynd: Loopman

Góð færsla inni á þessari síðu Jakobína: Independent News From Iceland

 Kemur inn á svipaða hluti og þú ert að tala um.

Loopman, 24.3.2009 kl. 13:49

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á að það er löngu búið að tilkynna að ríkð ábyrgist greiðslur út atvinnuleysissjóð ef að hann tæmist.

úr frétt á www.visir.is 8 feb

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og fyrrverandi félags- og tryggingarmálaráðherra segir stjórnvöld þegar vera farin að huga að því hvernig brugðist verði við ef sjóðurinn tæmist. Ríkisstjórnin sé viðbúin því að setja inn aukið fjármagn í atvinnuleysistryggingarsjóð ef hann tæmist á árinu. Jóhanna segir engan þurfa að óttast það að ekki verði hægt að greiða út atvinnuleysisbætur, það verði gert þrátt fyrir tóman sjóð.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.3.2009 kl. 15:13

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

...og hvar á að fá peninginn? Þegar fleiri verða atvinnulausir koma minni tekjur í ríkissjóð....það verður eitthvað undan að láta.... á kannski að fara að nota IMF lánin eða á að reyna að ná Icesave peningunum af Björgólfi?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.3.2009 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband