Verða bitlingarnir og hátekjuskatturinn tekin síðast?

Hverjir eiga að veita stjórnmálamönnum aðhald? Já, akkúrat ég og þú.

það er alveg ljóst að blóðugur niðurskurður er framundan og að þjóðin er þreytt á því að alltaf er skorin niður þjónusta við þá sem minnst mega sín, s.s. börn, fatlaða og sjúka.

Síðan bankahrunið varð í haust hafa bitlingarnir verið heilagir á sama tíma og fólk sem vinnur fyrir launum sínum er rekið úr störfum til hægri og vinstri.

Tugir milljóna fara í skilanefndir, hundruð milljóna í ráðgjafaþjónustu hvers eigendur eru gjarnan í góðu vinfengi við stjórnmálamenn.

Græðgin lifir góðu lífi í valdakerfinu og innan þess berjast menn gegn aðhaldi í stjórnarskrá og endurhönnun kerfis sem alið hefur á spillingu.

Fjölmiðlarnir eru ekki að standa sig. Hvers vegna spyrja þeir ekki spurninga sem skipta máli? Hvers vegna vekja þeir ekki athygli á bágum kjörum þeirra sem misst hafa atvinnu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

I completely agree, and think in fact that one thing the U.S. press does better is to cover stories about people who make a turn around because of unemployment, start a new company or get retrained in a whole new field. It is really helpful to have an optimistic outlook.

Lissy (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband