Hvað ætli N1 hafi sett margt ungt athafnafólk á hausinn?

Bjarni verður dálítið pirraður þegar hann er krufinn um athafnir sínar og viðskipti fyrir bankahrun. Unga athafnafólkið sem hann ver eru trúlega vinir hans innan sjálfstæðisflokksins og útrásarvíkingasveitarinnar.

Hann kallar stefnu flokksins sem er óbreytt frá því sem verið hefur endurreisn. Þetta er stefna hafta, einokunar og sérhagsmunagæslu.

Honum langar til þess að vinir hans geti grætt meira en þarf nú að horfast í augu við að það voru hann og vinir hans settu hér allt í skítinn.

Skattar hafa aldrei verið hærri en í tíð sjálfstæðisflokksins.

Tekjutengingar munu fyrst og fremst á bitna á millitekjufólki ekki hátekjufólki

Niðurskurður barnabóta bitnar fyrst og fremst á börnum

Furðuleg þvæla í Bjarna að hátekjuskattur muni letja fólk til þess að vinna. Bjarni er enn í 2007 því í dag vantar vinnu en ekki fólk sem viljugt er til þess að vinna.

Bjarni vill auka félagslegan stuðning við stórfyrirtækin.

Bjarna virðist fyrirmunað að koma auga á að við búum í allt öðru samfélagi nú þegar sjálfstæðismenn hafa rústað efnahag þjóðarinnar. Hann er fastur í einhverjum kenningum sem hann hefur lært enda ekki skrítið því þetta er maður sem aldrei hefur þurft að takast á við þann veruleika sem allur almenningur býr við.


mbl.is Þarf að auka tekjutengingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Efast ekki um að BB er drengur góður...en DO var það líka einu sinni...

TARA, 30.3.2009 kl. 14:36

2 Smámynd: Offari

Ég hef hinsvegar mínar efasemdir um Bjarna. En ég efast ekkert um að Davíð sé góður drengur þótt að honum sé ómaklega sótt.

Offari, 30.3.2009 kl. 14:40

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Finnst þér ekkert mikið um órökstuddar dylgjur hjá þér hérna ?

Varðandi barnabæturnar þá á hann við einstaklinga með milli 3-400 þús á mánuði í laun ef ég man rétt. Ekki er ég þó alveg sannfærður um hvernig best sé að útfæra þessa tillögu ef þá alveg.

Hátekjuskattur er bara rugl, þeir sem hafa meiri tekjur borga meiri skatta eins og þetta er, hlutfall af launum. Væri ekki annars eina sanngjarna leiðin að allir borguðu sömu upphæð óháð tekjum, er það ekki svona jafnaðarmannalegt ?

Skattar hærri segiru, en er það ekki samt staðreyndin að fólk borgi minna hlutfall af launum sínum í skatt nú en var ?

Carl Jóhann Granz, 30.3.2009 kl. 14:42

4 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Það er öllum ljóst að við búum í öðru umhverfi en áður.  Nú ríkir hér sósíalískt einræðisríki Jóhönnu Sig með draumsýn á miðstýringu allra hluta og Davíðshatur og aðgerðarleysi.  Allt í nefnd og allt í vinnslu

Jú okkur er þetta öllum ljóst svo vægt sé til orða tekið!

Vilborg G. Hansen, 30.3.2009 kl. 16:08

5 identicon

Athyglisverðar dylgjur hjá þér og skrýtið að sjá hverning sögur verða til.

Pétur Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband