Sjálfstæðisflokkur hefur gert hálfa þjóðina að ölmusuþegum

Með boðum og bönnum, spillingu og sjálftöku hefur sjálfstæðisflokkur rústað atvinnuvegunum. Nú kallar foringi flokksins almenning "þá sem minna mega sín" og segir að flokkurinn vilji hjálpa þeim sem þurfa að "reiða sig á velferðarnetið".

Fyrir atbeina sjálfstæðisflokksins verður stórt höggvið í "velferðarnetið" í haust. Hver vill vera háður ölmusum sjálfstæðisflokks?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Haha þetta er bara fyndið, áframhald af skemmtiatriði Dodda.

Rut Sumarliðadóttir, 31.3.2009 kl. 20:22

2 Smámynd: Bumba

Athyglisvert. Hluztaði á fjármálaráðherra í morgun í útvarpinu, hann er búinn endalaust síðastliðin ár að fjargviðrast út í verðtrygginguna of hversu illa hún hefur mörgum illt gert. En í dag þegir hann þunnu hljóði. Með beztu kveðju.

Bumba, 31.3.2009 kl. 20:49

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ísland árið 2009-200......... 2 þjóðir búa í landinu:

Stjórnmálastéttin, Valdastéttinn, (flokkseigendafélög og kolkrabbinn gamli), vinir útrásartröllana (fyrrum yfirmenn bankana og útrásarfyrirtækjanna) sem fengu svo leifar íslenskra fyrirtækja á slikk

Íslensk vinnandi alþýða, gjaldþrota atvinnuleysingjar, örykjar, gamalt fólk, iðjulausir unglingar, atvinnulausir og gjaldþrota bændur, atvinnulausir útlendingar

Falleg arfleið, sjálfstæðisflokks, framsóknar og samfylkingar ekki satt?

Arinbjörn Kúld, 31.3.2009 kl. 22:44

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jú þetta er ekki bjart. Þessir flokkar þurfa helst að hverfa af kortinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.3.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband