2009-03-31
Gerum árás á hallærið!
Okurvaxtastefnan (stýrivextir seðlabankans) sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þröngvar upp á þjóðina stefnir fyrirtækjum í þrot. Talað er um að 60 - 80% fyrirtækja séu tæknilega gjaldþrota.
Ef fyrirtæki fara að stöðvast í umvörpum þýðir það að útflutningur minnkar og gjaldeyristekjur minnka. Ef útflutningsfyrirtæki selja afurði framhjá kerfinu þýðir það að gjaldeyrir berst ekki inn í landið. Þetta þýðir síðan að ekki er unnt að standa í skilum með vaxtagreiðslur og afborganir af erlendum lánum.
Vaxtagreiðslur ríkissjóðs eru á þessu ári 87 milljarðar en hverjar eru vaxtagreiðslur Landsvirkjunar, Orkuveitunnar, sveitafélaga og annarra af erlendum lánum? Erlendum lánum sem greiða þarf með erlendum gjaldeyri?
Draga verður í efa miðað við núverandi aðstæður að á næsta ári verði til erlendur gjaldeyrir í landinu til þess að standa að fullu undir innflutningi á nauðsynjavörum. Hvernig ætla valdhafarnir að bregðast við því?
Það verður að fara að huga að því að auka sjálfbærni þjóðarinnar. Það verður að auka matvælaframleiðslu og framleiðslu á þeim nauðsynjavörum sem hægt er að framleiða hér.
VONANDI ÁTTAR FÓLK SIG Á AÐ LEPPAR í fjórflokknum ERU GJÖRSAMLEGA VANHÆFIR TIL ÞESS AÐ TAKAST Á VIÐ ÞAÐ SEM FRAM UNDAN ER......Það má ekki gefa þessum fjandans sjálfstæðisflokki tækifæri til þess að gera meira af sér.
Fjármálaumhverfið og gjafakvótakerfið er sjúkdómseinkenni þess hugarfars sem valdhafar hafa boðað. Sjúkdómurinn lamar getu þjóðarinnar til þess að bjóða afkomendum sínum upp á heilbrigða framtíð.
Auðlindirnar og mannauðurinn er lífsneisti þjóðarinnar. Græðgisjónarmið fjármálamarkaðarins fela ekki í sér skilning á hinum raunverulega auð þjóðarinnar og hafa hunsað viðhald hans.
Sjálfbærni byggir á því meðal annars að verðmætin skili sér til þeirra sem skapa þau. Auðvaldið virðir ekki mikilvægi auðlindanna fyrir afkomendur okkar. Markmið auðvaldsins er að ná verðmætunum af þeim sem skapa þau.
Fjölbreytileiki þekkingar og færni dregur úr áhættu í verðmætasköpun. Margvíslegur iðnaður sem byggir á þessum margbreytileika eykur hæfni þjóðarinnar til þess að komast af í alþjóðasamfélaginu.
Stefna ríkisstjórnarinnar sem felur í sér áherslu á einhæft atvinnulíf á Íslandi í formi fjármálamarkaðar og stóriðju hefur dregið úr áherslu á fjölbreytta menntun og þekkingu. Velferð og velmegun á Íslandi hvílir á stefnubreytingu í þessum efnum. Athafnir ríkisstjórnarinnar stefna eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindunum og þar með auðlindunum sjálfum í hættu.
Hugmyndir að atvinnusköpun sem eykur getu þjóðarinnar til þess að komast af í kreppunni og dregur úr fólksflótta:
-Pakki til ilræktar, aukinnar framleiðslu grænmetis og ávaxta
-Frjálsar handfæraveiðar
-Aukin kornrækt til skepnufóðurs og manneldis
-Markaðssetning ferðaþjónustu
-Fullvinnsla afurða úr sjávarútvegi og landbúnaði
Ef stefnt er að ofangreindum frumatvinnugreinum munu þjónustugreinar við þessa atvinnuvegi blómgast.
Sú hörmulega árás sem ríkisstjórnir undangenginna ára hafa gert á velferð almennings þýðir að ekkert verður eins og það var áður. En ef við höldum rétt á spilunum þarf lífið ekki að verða verra bara öðruvísi.
Burt með spillingarliðið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.4.2009 kl. 00:36 | Facebook
Athugasemdir
Hmm, af þezzu var fínn frjálslyndur framboðsfnykur ...
Steingrímur Helgason, 1.4.2009 kl. 00:34
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.4.2009 kl. 00:37
Í hvaða flokk/hreyfingu stefnir þú kæra vinkona? Eða muntu láta allt slíkt eiga sig?
Arinbjörn Kúld, 1.4.2009 kl. 01:55
Blessuð Jakobína.
Mikið, mikið, mikið mikið sammála þér Jakobína. Þetta er eina leiðin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.4.2009 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.