Björgum Íslandi

Hugmyndir að atvinnusköpun sem eykur getu þjóðarinnar til þess að komast af í kreppunni og dregur úr fólksflótta:

-Pakki til ilræktar, aukinnar framleiðslu grænmetis og ávaxta

-Frjálsar handfæraveiðar

-Aukin kornrækt til skepnufóðurs og manneldis

-Markaðssetning ferðaþjónustu

-Fullvinnsla afurða úr sjávarútvegi og landbúnaði

Ef stefnt er Því að skapa grundvöll fyrir ofangreindar frumatvinnugreindar munu þjónustugreinar við þessa atvinnuvegi blómgast.

Líf á Íslandi mun fara að vaxa og dafna á ný


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

skil ekki viljaleysið að vilja ekki fullvinna fiskinn meira - hér er hlutur sem við þekkjum og höfum allt með okkur hér - hafnir - báta - vinnsluna - veiðarfæri - aflann - en ekki nokkur maður vill taka þetta að sér að nokkru viti - veistu ég held meira að segja að Fiskvinnsluskólinn sé ekki til lengur - nú eru bara viðskiptabrautir - lögfræðibrautir - blaðamannabrautir held rúmlega 1% þjóðarinnar mentuð sem blaða eða fréttamenn og samt koma þeir ekki neinu frá sér af viti, findið ha

Værir þú ekki til í að taka aðeins til hendinni ef þig vantaði aur til að standa í skilum og sækja um í fiski ?

Jón Snæbjörnsson, 1.4.2009 kl. 17:23

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að fólk vilji atvinnu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.4.2009 kl. 18:34

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það vona ég - er samt hræddur um að margir komi ekki fram fyrr en haust - heyri af mörgum sem ætla að þreyja sumarið og koma svo út á haustmánuðum - gæti orðið of seint fyrir marga

Jón Snæbjörnsson, 1.4.2009 kl. 18:46

4 identicon

Bæta við hér: Spara dýrmætan gjaldeyrir og lækka rekstrakostnað heimila með því að byrja strax að breyta bílaflota úr bensín-hákum í vistvæna, ódýra orkugjafa s.s. rafmagn sem við höfum hér.

Vinirnir okkar hjá N1 geta þá  skaffað rafmagnshleðslur á nýju bílana og pússað fram-rúðurnar í leiðinni.

Það þarf hér nýja hugsun umfram allt - og að losna úr heljar-tökum ónefndra "Baróna"

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 18:49

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vissuð þið að N1 á 90% allra dekkjaverkstæða í Reykjavík

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.4.2009 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband