Ætlar Óskar að halda áfram að bjóða framsóknarmönnum í veislur

Það verður að láta velferð barnanna ganga fyrir. Sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum er ekki treystandi fyrir fjármunum almennings. Reynslan hefur kennt okkur það.
mbl.is Verktakar fram fyrir skólabörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú orðið þreytandi málflutningur hjá ykkur vinstrimönnum! Ef Sjálfstæðismenn í borginni (ásamt fulltrúa Framsóknar) vilja hækka leiksólagjöld þá segir þú að þeim sé ekki treystandi fyrir fjármunum almennings! Ég bý á Álftanesi og hér hefur verið vinstristjórn síðan sumarið 2006. Álftanes var í 5 sæti árið 2005 yfir bestu bæjarfélög landsins skv. lista tímarítsins Vísbendingar. Fram að því höfðu sjálfstæðismenn verið í meirihluta hér. Í dag skipum við næstneðasta sæti á þessum merka lista eða 35. sæti að mig minnir.

Undir forystu bæjarstjóra Vinstri Grænna og með dyggri aðstoð forseta bæjarstjórnar Samfylkingar var barnafólkið boðuð þau tímamót að hér yrðu leikskólapláss ókeypis. Leikskólajöld voru lækkuð fljótlega eftir að þeir tóku við en síðan um það bil´hálfu ári seinn voru þau hækkuð mufram það sem var áður en þau voru lækkuð. Í dag er skuldar bæjarsjóður um það bil 2,5 milljarða auk fjárskuldbindinga uppá 2,3-2,5 milljarða vegna leigusamnings sem vinstri meirihlutinn gerði við Fasteign vegna íþróttahúss og sundlaugar. Álftanes hefur verið í þriðja sæti yfir hæstu tekjur per íbúa af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Það hinsvegar dugar ekki til þegar vinstri menn komast að kjötkötlunum því þá vefst ekki fyrir þeim að eyða almannafé í allskyns gæluverkefni og minnisvarða. Velferð barna á að ganga fyrir segir þú, ég get tekið undir það heislhugar, en h8insvegar þegar það stendur uppá vinstri menn að framfylgja sínum skoðunum í verki þá virðist einhvernveginn að þeir missi sjónar á takmarkinu. Hér á Álftanesi hefur ekki verið skyldubundið skólasund síðan vorið 2007. Ekki hefur verið reynt að koma börnum af Álftanesi í sundkennslu í nágrannasveitarfélögunum! Sennilega ekki meiri áhugi á velferð barna en þetta!

Þetta er raunveruleikinn eftir setu vinstrimanna hér á Álftaneis á innan við tveimur árum við stjórn. Ég legg því til að þið einstaklingar sem gleypið hrátt allt það er frá forystu VG og Samfó kemur, staldrið aðeins við og horfið í eigin barm. Nú hafa þau Grímur og Jóhann setið við stjórn frá því í lok janúar, en þá var ástandið slæmt einsog allir vita. Hinsvegar á þessum vikum og mánuðum sem þau hafa haft til þess að grípa til aðgerða heur tímanum verið eytt í að koma í gegn dekurmálum þeirra sjálfra en lítð gert til að rétta hlut okkar óbreyttra íbúa þessa lands. Hinsvegar berast nú fregnir að því að lausnin sé fólgin í því að hækka skatta á fjölskyldur og koma á að nýju óréttlátasta skatti okkar samtíðar, eignaskattinum, sem mun bitna harðast á eldra fólki sem stritað hefur alla sína ævi við það að eignast þak yfir höfuðið og á það orðið í dag skuldlaust eða því sem næst! Það eru þakkirnar sem það fólk fær frá VG með klappliði Jóhönnu sér til stuðnings.

Eitt að því sem vinstrimenn á ÁLftanesi gerðu eftir kosningarnar 2006 var að taka fjárhagsáætlun bæjarins úr sambandi, útsvar var hækkað í botn áramótin 2006-2007 þar sem ekki náðust endar saman og halli bæjarsjóðs um 390 milljónir árið 2006, fasteigangjöld voru sömuleiðis hækkuð, fráveitugjald hækkað og leikskólagjöld hækkuð sem fyrr segir. Þrátt fyrir aukna skattheimtu var staða bæjarsjóðs Álftaness þann 30. sept sl.  588 milljónir í mínus! Áætlað er að bæljarsjóður velti um 1000 milljónum árið 2008!  Þannig að ef þér og ykkur vinstrimönnum finnst Sjálfstæðismenn ekki kunna að fara með almannafé, þá vinsamlegast segið mér hvað þið kallið þetta sem ég hef hér skýrt frá!

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Þvert á móti er Framsóknarmönnum og Sjálfstæðismönnum einmitt best treystandi fyrir fjármálum borgarinnar.

Nauðsynlegur sparnaður hefur náðst án þess að skerða grunnþjónustu borgarinnar. Það sýnir reyndar best málflutningur Svandísar - sem er öflugur stjórnmálamaður og hefði virkilega skotið meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks niður í þessu máli - ef það hefði verið mögulegt.

Þótt það sé sárt að þurfa að rukka fyrir AUKASTUND og aukna þjónustu á leikskólunum - þá er það betra en að þurfa að skera niður þjónustuna.

Það er með ólíkindum hversu mikið unnt hefur verið að spara - án þess að setja borgarkerfið á hvolf.

Ef hallarekstrartillögur VG og Samfylkingar hefðu náð fram að ganga - þá hefði það komið illilega niður á þjónustunni á næsta ári - og sett borgina í erfiða gjárhagslega stöðu.

Já, mikið er það nú gott að hafa Óskar og Hönnu Biornu ábyrg við stjórnvölinn!

Hallur Magnússon, 1.4.2009 kl. 23:45

3 Smámynd: Hallur Magnússon

PS.

Finnst þér rétt að gerta lítið úr þér, VG og Samfylkingu með því að ræða veisluhöld - ef við berum saman fjölda og kostnað veislna sem Samfylking og VG hafa haldið á undanförnum árum fyrir samflokksmenn sína og félagasamtökum þeim tengdum - þá hallar illilega á VG

Hallur Magnússon, 1.4.2009 kl. 23:47

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ágæti Hallur ég sé enga ástæðu fyrir almenning að vera að borga veisluhöld sem stjórnmálamenn halda félögum sínum. Frekar klént að segja já en hinir voru verri. Það sýnir þó eindæma óskammfeilni framsóknarmanna að halda veislu fyrir félagsmenn sína á kostnað skattgreiðenda EFTIR HRUNIÐ.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.4.2009 kl. 23:56

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Reyndar var frá því gengið í upphafi hrunsins áður en menn gerðu sér grein fyrir umfangi þess og alvaraleika - en já - það var klaufalegt og mistök Óskars. En það byggði á áratuga hefð og fordæmum ma. frá VG! Því verður ekki á móti mælt!

Hallur Magnússon, 2.4.2009 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband