Fjármálahryðjuverk gegn Íslandi

Eftir hrun bankanna í haust sagði ég að mér liði eins og Ísland hefði verið hertekið innan frá. Michael Hudson sérfræðingur i alþjóðafjármálum sem ætlar að tala við okkur í Silfrinu hjá Agli á morgun skrifar grein um hryðjuverkaárásina á Ísland í Fréttablaðið í dag.

Hann segir m.a.:

Á síðustu árum hefur Ísland orðið fyrir árásum alþjóðlegra lánadrottna. Þeir hafa náð að sannfæra hóp lukkuriddara um að leiðin til auðs og hagvaxtar væri í skuldsetningu en ekki ráðdeild. Bankar og spákaupmenn í innsta hring alþjóðafjármálakerfisins höfðu það að meginstarfi að selja skuldir og þurftu að búa sig undir að efnahagslega hrun sem sagan sýnir að fylgi óhjákvæmlega í kjölfar slíkrar ofurskuldsetningar. Það gerður þeir með því að sá fræjum hugmyndafræði sem leit á keðjuverkandi skuldsetningu sem góða hagstjórn.

Hudson segir einnig:

Það fyrsta sem Íslendingar verða að gera er að átta sig á að landið hefur orðið fyrir efnahagslegri árás útlendinga sem studdir voru af íslenskum bankamönnum.

Í átta ár var unnið að því að setja Ísland á hausinn og Hudson segir:

Fleiri verða veikir, lifa í örvæntingu og deyja fyrir aldur fram ef þjóðin neitar ekki að greiða til baka megnið af þeim lánum sem prangað hefur verið inn á þjóðina á síðustu átta árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Það á náttúrlega að kæra útrásarliðið - og þá stjórnmálamenn, sem gerðu þeim þetta kleift - fyrir landráð.

Björgvin R. Leifsson, 4.4.2009 kl. 11:12

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Auðvitað greiðum við ekki fyrir bankabullið - en það ætla stjórnmálaflokkarnir okkur að gera og NO WAY - við gerum uppreisn ef með þarf!

Arinbjörn Kúld, 4.4.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband