Ritskoðun á Mogganum?

Frétt á Eyjunni:

Útgefandinn hefur síðasta orðið“, segir Óskar í „Bréfi frá útgefanda“ sem birt er með viðhafnarsniði í miðopnu sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins. Ekki er ljóst hvort útgefandinn hyggst birta slík bréf reglulega í Morgunblaðinu eins og tíðkast í sumum blöðum og tímaritum í Bandaríkjunum (”A Letter from the Publisher”), en þar í landi er nokkur hefð fyrir því skipulagi að sérstakur útgefandi sé hæstráðandi á fjölmiðli eins og nú hefur verið ákveðið á Morgunblaðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Rósa Sigurðardóttir

Niðurlag bréfsins er athyglisvert:
"Útgefandinn hefur síðasta orðið. Það breytir þó engu um það að í vel reknum fyrirtækjum felur til dæmis forstjóri oft sínum nánustu samstarfsmönnum yfirgripsmikið vald og sjálfstæði til að sinna sínu sviði. Þeir sem rísa undir slíku trausti fá mikinn stuðning og lítil afskipti, ef nokkur. Það er með þessum hætti sem nýir eigendur Morgunblaðsins vilja nálgast þessa eign sína."

Þetta er dæmigert fyrir frjálshyggjumenn. Markmiðalýsingar þeirra eru óljósar, gefa tækifæri til að lesast að mikið frelsi sé í boði, en í raun er hér hótum um að ef þeir fara út fyrir rammann sem eigendum þóknast ekki, þá verður sjálfstæði ritstjórnar tekið af þeim.

Margrét Rósa Sigurðardóttir, 5.4.2009 kl. 07:10

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Skyldu þeir svo loka moggablogginu til að kæfa andófið?

Arinbjörn Kúld, 5.4.2009 kl. 08:47

3 Smámynd: Sævar Helgason

Auðvitað verður Moggin áróðurssnepill fyrir hagsmuni eigenda sinna- sem eru andúð á ESB og að einkaeign kvótabraskara á sjávarauðlindinni verði viðhaldið ...  Síðan er málið hvort fólkið kaupi blaðið með þessum einsleita áróðri ??? Við ráðum því.  hvert og eitt.

Sævar Helgason, 5.4.2009 kl. 08:52

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Á hinu virta blaði "The Economist" er ritstjórn blaðsins óháð framkvæmdastjórn blaðsins og eigendum þess.  Eigendur og framkvæmdastjórn geta ekki ráðið eða rekið ritstjórann! Ekkert blað hefur jafn sjálfstæða og óháða ritstjórn.  Hvers vegna haldið þið að The Economist sé virtasta og traustast blaðið í hinum ensku mælandi löndum og sérstaklega í Ameríku! 

Þetta eru mjög sorglegar fréttir fyrir blaðamannastétt landsins og áhyggjuefni allra lýðræðissinna.  Það er oft sagt að sjálfstæðir og óháðir fjölmiðlar séu fjórða valdi í lýðræðisríkjum. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.4.2009 kl. 09:08

5 identicon

Óskar hefur síðasta orðið áður en hann sendir blaðið frá sér.

Neytandinn ákveður hvort hann opnar blaðið og hefur síðasta orðið við lestur þess.

Síðan þarf að hafa í huga úr þessu að Morgunblaðið er ekki náttúrulögmál og við getum verið án þess.

Eigendur fjölmiðla þurfa að fara að tileinka sér það sem við köllum í daglegu máli auðmýkt og þjónustulund við viðskiptavininn - lesandann. Sá fjölmiðill sem úr þessu þjónkar eigendum sínum eða þröngum hópi hagsmunaaðila mun ekki þrífast.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband