Hefur Geiser Green hreðjatak á Suðurnesjum?

Einn "góðkunningi minn" var að fræða mig á því að Geysir Green á hlut í HS Orku (ca. 25%) sem ég vissi reyndar fyrir en ég hef heyrt hlut upp á 28% og 40%.

Til stendur að skilja auðlindaréttindi frá HS Orku og setja í nýtt auðlindafélag 100% í eigu sveitarfélaganna. HS Orka mun svo leigja nytjarétt frá auðlindafélaginu til ákveðinna ára og greiða fyrir auðlindagjald. Minnir þetta ekki fjandi mikið á snilld kvótakerfisins. Suðurnesjamenn eigi að greiða aðilum skatt sem hafa fengið NYTJARÉTT.

Auðlindir Íslands eiga að vera sameign þjóðarinnar og ég er viss um að Geysir hefur einnig þá skoðun, enda hafa þeir verið í forgangi um að skilja auðlindarréttindi HS orku frá félaginu segir hinn ágæti "góðkunningi".

Hvers vegna þarf millilið til þess að selja Suðurnesjamönnum orku frá orkuveitu sem þeir hafa byggt upp sjálfir?

Hvers vegna eiga Suðurnesjamenn að greiða útrásarvíkingum skatt fyrir afnot af heitu vatni?

Hver á að eiga auðlindina "aflestrarmælar og aflestur af þeim"?

Hér má örugglega Finna eitthvað


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Finnum Finn og þá skýrist málið.

Margrét Sigurðardóttir, 5.4.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband