Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn með hreðjatak á þjóðarbúinu

Hvergi er þeim aðferðum beitt sem AGS er að beita á Íslandi. Stefna AGS leiðir þessa þjóð fram af bjargbrúninni og færa auðlindirnar í hendur útlendinga. Sjálfstæðismenn og framsókn vilja standa fyrir leynimakki um að láta erlenda auðhringi hafa auðlindir okkar á gjafverði. Spilling sjálfstæðismanna er slík þeir taka persónulega umbun fyrir að svíkja auðlindir af þjóðinni. Makar þeirra fá vellaunuð stjórnunarstörf í iðjuverum að launum fyrir að gefa þjóðareignir.

Orkan er auðlind sem á að þjóna þjóðinni. Með því að nýta hana til matvælaframleiðslu sem er byggð upp í sveitum landsins undir forræði heimamanna aukast lífsgæði í landinu. Heimamenn munu búa við frelsi til þess að skapa sér afkomu í stað þess að vera fluttir hreppaflutningum til þess að þjóna auðvaldinu fyrir smánarlaun.

Stefna Alþjóðargjaldeyrissjóðsins er að gera þjóðarbúið að fórnarlambi auðvaldsins að ná hreðjataki á þjóðinni og að sölsa auðlindirnar undir auðvaldið.

Hvert sem litið er sést merki um arðrán auðvaldsins. Þetta hefur sjálfstæðisflokkur, framsókn og á síðustu metrunum samfylking stutt.

Þeir stálu fisknum í sjónum

þeir gáfu erlendu auðvaldi orkuna úr fallvötnunum

Þeir eru að sölsa undir sig jarðvarmann

Þeir eru að selja útlendingum vatnsréttindin fyrir slikk

Þeir sölsa undir sig fjölmiðla og vilja forheimska þjóðina

Einokun, einkavinavæðing, kvótakerfi og skattpíning láglaunafólks í tíð sjálfstæðisflokks og framsóknar hefur skapað óréttlátt samfélag og fátækt.

Rísum upp gegn þessu og hunsum flokka ríku strákanna í næstu kosningum

Takið eftir það er einungis almenningur sem getur barið af sér þetta ok

Við þurfum að segja nei


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Burt með þá.

Arinbjörn Kúld, 5.4.2009 kl. 14:37

2 identicon

Tveir erlendir gestir í Silfri Egils, báðir segja það augljósa, IMF er blóðsuga sem okkur er betra að slíta allt samband við strax.  Mæli með því að fólk horfi á þessa tvo gesti í endursýningu eða á netinu, það er áríðandi ef við eigum að eiga einhverja fjárhagslega framtíð.

Hér skrifaði ég um málið fyrir nokkru: Er þetta 4ra þrepa kerfi Alþjóðabankans?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband