Við eigum Ísland

Össur Skarphéðinsson hefur verið að selja ísland í hendur erlendra auðhringja. Össur vill að fáeinir auðhringir ráði örlögum okkar og flytji okkur hreppaflutningum á milli stóriðjuvera.

Oligarkaflokkarnir sjálfstæðisflokkur og framsókn sem stjórnað er af ríku strákunum eiga sér drauma um að einkavæða allar ríkiseignir og reka landið í einokunarástandi þar sem kúgaður almenningur hefur fáa valkosti.

Þetta er vilji oligarkanna en þetta er ekki vilji okkar

Við ætlum að efla um byggðir landsins. Við ætlum að nýta orkuna okkar til þess að bjóða framtakssömum almenningi að byggja upp blómlegan matvælaiðnað, ilrækt og fullvinnslu matvæla.

Við ætlum að leyfa smábátum með vistvæn veiðafæri að veiða þorsk

Við ætlum að vernda landið og stunda sjálfbæran búskap.

Við ætlum að efla ferðamennsku og viðhalda hreinni náttúru landsins.

Við ætlum að skapa heilbrigt samkeppnisumhverfi sem styður uppsprettu nýrra atvinnutækifæra.

Það verður að lækka stýrivexti og þess vegna verður að reka landsstjórann sem nú hefur völdin í höndum sér.

Geir og Ingibjörg afsöluðu völdum yfir peningastefnu landsins og efnahagsstjórn til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur stofnað hér embætti "Govenors" landstjóra. Í því embætti situr nú Bandaríkjamaður sem stjórnar efnahagskerfi Íslands og er að leggja það í rúst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vil sjá AGS burt, strax. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband