Stjórnmálamenn eiga í vandræðum með að útskýra niðurskurðinn

Valdhafar eru farnir að viðurkenna að gríðarlegur niðurskurður er framundan hjá hinu opinbera. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn krefst þess að velferðarkerfið sé hakkað niður.

Erfitt að átta sig á því hvaða fólki er hægt að treysta á þeim gríðarlega viðkvæmu tímum sem framundan eru.

Ég held að þeir stjórnmálamenn sem lögðu þetta þjóðfélag í rúst séu enn jafn óskammfeilnir.

Treysti þeim ekki

Hverjir bjuggu til:

Gjafakvóta

Kjölfestufjárfesta

Útrásarvillinga

Einkavinavæðingu

Þessi fyrirbæri eru rót vandans á Íslandi og ég er ekki búin að gleyma því hverjir sköpuðu þetta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það má heldur enginn gleyma því hverjir hönnuðu þessa ákjósanlegu gróðrastíu spillingar og græðgi sem nú hefur steypt þjóðinni allri út í botnlaust skuldafenið.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.4.2009 kl. 01:41

2 identicon

  1. Framsóknarmenn
  2. Framsóknarmenn
  3. Sjálfstæðismenn
  4. Sjálfstæðismenn

... og bökkuðu hver annan upp með ákvarðanir hins

Kolla (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 01:49

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við skulum muna...

Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2009 kl. 01:54

4 identicon

Komið þið sælar !

  •             5. Samfylkingin 
  •             6. Samfylkingin
  •             7. Kommúnistar (VG felu nafn)
  •             8. Kommúnistar (  -    *      -   )

Gleymdu þessu liði ekki; heldur, Kolla !


Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 02:29

5 identicon

Ég ætla engu og engum að gleyma Óskar, ég var aðeins að svara spurningunum um hverjir lögðu þjóðfélagið í rúst. 

Ps. Er Sjálfstæðisflokkurinn felunafn fyrir nazista?

Með bestu kveðjum,

Kolla (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband