Skyldurækni byggð á ranghugmyndum

Sálfræðistríð hefur geisað á Íslandi í marga mánuði. Stríðið felst meðal annars í því að á degi hverjum er talað um skuldir útrásarvillinganna sem skuldir allrar þjóðarinnar. Einnig þeirra sem enn eru í móðurkviði.

Ábyrgð hefur verið skrifuð á allan almenning, aldraða, öryrkja, börn og hvern vinnandi mann. Ábyrgð á gjálífi og glæpum útrásarvillingana. Ábyrgð á athöfnum þeirra sem þjóðin gat engin áhrif haft á.

Ábyrgð er í eðli sínu fyrirbæri sem tengist völdum, áhrifum eða að minnsta kosti aðgangi og upplýsingum. Grandvaralaus almenningur sem ekki gat haft nein áhrif á skuldasöfnun útrásarvillinganna og heimskulegar og spilltar aðgerðir stjórnmálamanna eiga þó, samkvæmt áróðrinum, að taka á sig skuldir sem hann hefur ekki stofnað til.

Rökleysan er algjör.

Michael Hudson skýrir að nokkru hvernig fjármálakerfið skattpínir almenning í krafti sannfæringar almennings um að honum beri að greiða skuldir sínar. Að sannfæra almenning um að honum beri að borga líka skuldir útrásarvillinganna er þó að setja kenningar Hudson á æðra stig.

Hudson segir:

Markmiðið er að greiðslurnar sjúgi eins mikið af tekjuafgangi og mögulegt er svo í reynd er hagkerfið að greiða skatt til hinnar nýju stéttar fjármagnseigenda; bankamanna og stjórnenda fjárfestingarsjóða, lífeyrissjóða og vogunarsjóða. Helsta vopnið í þessu stríði eru hugmyndir almennings um skuldir. Sannfæra verður skuldara um að greiða af sjálfsdáðum, taka hagsmuni lánadrottna fram yfir hagsmuni hagkerfisins í heild og jafnvel láta erlendar kröfur ganga fyrir þjóðarhagsmunum.

Menn sem spássera í London í sparifötunum eiga að greiða skuldir sína sjálfir!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessir Quislingar Íslands sem arðrændu þjóðina kunna ekki að skammast sín 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2009 kl. 01:58

2 identicon

Vel orðað hjá þér Jakobína.  Ætli þeir hafi notið aðstoðar PR fyrirtækja við að hanna frasana og fréttirnar sem spiluðu þessum hugmyndum inn hjá okkur?  Þetta er seig lumma, enn tala sumir um að þetta sé okkur öllum að kenna o.s.frv.  Ég sé ekki hvernig fólk hafði kosti varðandi skuldsetningu í íbúðarhúsnæði, fyrir utan það að ef stærðirnar eru skoðaðar, þá eru skuldir almennings ekki svo agalaegar.  Var ekki eitthvað af þessum kúlulánum á stærðargráðu margra Kárahnjúkavirkjana?  Það var samt bara eitt dæmi þar sem almenningur kom hvergi nærri.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband