Skítalykt af einkavæðingu Hitaveita Suðurnesja

Það segir frá því á Eyjunni hvernig sjálfstæðisflokkur og framsókn stóðu fyrir einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja:

Á fundi einkavæðingarnefnd 20. desember 2006 fólu þeir Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, og Jón Sigurðsson, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, nefndinni að annast sölu á öllum hlutabréfum ríkissjóðs í Hitaveitu Suðurnesja. Á þessum fundi hafði verið tekið fyrir bréf Glitnis banka þar sem lýst var áhuga á að kaupa þessum ríkisins í HS.

Níu dögum eftir fundinn styrkti FL Group, sem þá var kjölfestufjárfestir í Glitni, Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir króna.

Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins.  Í frétt RÚV segir að það komi fram í fundargerð einkavæðingarnefndar frá þessum tíma að hún ætli ekki að svara áhugasömum um hlutinn fyrr en ákveðið hafi verið hvernig að sölunni skuli staðið. Eftir því sem fréttastofa RÚV kemst næst var þetta fyrsti fundur einkavæðingarnefndar þar sem salan á hlut ríkisins var rædd.

Þá segir í frétt RÚV: “Bæði Glitnir og FL Group höfðu mikinn áhuga á að hasla sér völl á orkumarkaði. Viku eftir að styrkurinn var greiddur, 5. janúar 2007, stofna fjármálafyrirtækin Geysi Green Energy, alþjóðlegt fjárfestingarfélag um sjálfbæra orkuvinnslu. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, verður stjórnarformaður félagsins, enda FL Group stærsti hluthafinn.  Á vormánuðum kaupir Geysir Green Energy hlut ríkisins í Hitaveitunni.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mér finnst aðalega vera brennisteinslykt af hitaveitu suðurnesja en vissulega má líkja henni við prumplykt.

Offari, 9.4.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband