Fyrir kjósendur með valkvíða

Í október þegar almenningi varð ljóst að ríkisstjórn sem hafði verið kosin af miklum meiri hluta landsmanna hafði gjörsamlega rústað efnahag þjóðarinnar greip um sig kvíði, öryggisleysi og reiði.

Reiðin var réttlát. Við tókum fram búsáhöldin og flæmdum ríkisstjórnina frá. Ríkisstjórn sem hunsaði velferð almenning og sló skjaldborg um glæpamenn.

Meirihluti þeirra sem sat í ríkisstjórninni vill að þjóðin treysti þeim aftur en það er ekki skynsamlegt að gera það.

Samfylking og framsókn hafa ekki gert hreint fyrir sínum dyrum þegar frambjóðendur þeirra eru spurðir um styrki frá útrásarvíkingum eða kjölfestufjárfestum. Þeir hafa ekki sýnt að þeir eru ekki leppar auðmannana. Þeir hafa ekki svarið af sér fyrirætlanir um að koma jarðvarmanum í hendur einstaklinga. Össur er mikill áhugamaður um jarðvarma. Hverjar eru fyrirætlanir hans?

Nú eru uppi fyrirætlanir hjá auðmönnum sem styrkt hafa stjórnmálaflokka með óeðlilegum fjárhæðum um að öðlast "nytjarétt" á auðlindunum. Nýtt orð yfir það að komast yfir auðlindirnar og framhjá nýju ákvæði í stjórnarskránni um að auðlindirnar skuli vera í eigu þjóðarinnar.

Auðlindirnar eru bjargvættur þjóðarinnar í kreppu en ekki sjálfstæðisflokkur, framsókn eða samfylkingin. Þessir flokkar hafa brugðist. Brugðist alvarlega.

Það eru tveir flokkar á þingi sem ekki hafa brugðist og ekki hafa tekið þátt í spillingunni.

Þessir flokkar eru Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri grænir.

Það er því augljóst að valið verður ekki erfitt fyrir kjósendur því einungis koma tveir flokkar til greina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

VG

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.4.2009 kl. 21:50

2 Smámynd: Offari

Ég er búinn að afskrifa bæði Sjálfstæðisflokk og Samfylkinguna. Ég vill trúa því að sú bylting sem gerð var í Framsókn sé raunveruleg. Lítil endurnýjun finnst mér að munu veða á setuliði VG og FF en þótt þeir hafi ekki verið í stjórn þá finnst mér vanta ferskleika og nýjar hugmyndir hjá þeim.

Borgara og lýðræðishreyfingin er líka valkostir sem þú nefnir ekki. (þú mátt eiga von á að Ástþór kæri þig) Þar finnst mér vera bæði að koma fram nýjar hugmyndir og nýtt fólk. Ég er vissulega óákveðinn en það eru samt Afskiftir skulda sem er efst á lista hjá mér í bráðnauðsynlegum aðgerðum.

Offari, 9.4.2009 kl. 22:11

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Frjálslyndir vilja afskrifa fyrir heimilin

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.4.2009 kl. 22:18

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Offari vissir þú að formaður framsóknar er auðugur maður vegna þess að hann fékk ríkisstofnun fyrir lítið.

Framsókn er og verður spillt. Finnur Ingólfs, Jón Sigurðsson sem tengist einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja.

Passaðu þig á því að landið verði ekki einkavinavætt undan þér

Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri grænir munu báðir vilja styðja við fjölskyldurnar.

Það þarf að afnema verðtrygguna og það vilja báðir þessir flokkar gera.

Frjálslyndir vilja leiðrétta verðbólguna aftur í tímann. Leiðrétta skuldastöðu og greiðslubyrði fjölskyldna með kerfislægri aðferð sem er mun þróaðri en það sem framsókn er að tala um.

Leið framsóknar felur í sér að fjölskyldurnar í landinu eiga að taka á sig byrðir fyrirtækjanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.4.2009 kl. 22:27

5 Smámynd: Offari

Þeir eru þá farnir að skilja vandann.

Offari, 9.4.2009 kl. 22:27

6 identicon

Er frúin komin í framboð?

Sjálfstæðisflokkurinn á bágt núna - var þér ekki kennt að vera góð við minnimáttar?   

Helga (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 23:11

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jú einmitt góð við þá sem eiga skilið hvíld Helga

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.4.2009 kl. 23:17

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.4.2009 kl. 23:17

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gangi þér vel í framboðinu Jakobína  Hef aldrei látið segja mér hvað ég á að kjósa og geri það alls ekki núna....það er á hreinu

Sigrún Jónsdóttir, 9.4.2009 kl. 23:31

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sigrún við höfum alltaf látið segja okkur hvað við eigum að kjósa. Það er aldrei algjört frelsi í þeim efnum til þess er fjölmiðlun, óheiðarleiki og fjármagnið of voldugt. En við reynum yfirleitt að finna skásta kostinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.4.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband