Frjálslyndir krefjast upplýsinga og almennilegra vinnubragða

Það gengur ekki að stjórnmálamenn þyggi mútur og komist svo upp með að bulla einhverja þvælu.

Hvað er eiginlega með Bjarna Ben heldur hann að við sem höfum flakað fisk og unnið ærleg störf séum illa gefin eða gleipum hvaða þvælu sem er?

Reiður og svekktur yfir því að þetta mál kom upp. Hvað meinar hann var þetta í lagi ef það kom ekki upp?

Grétar Mar vill heiðarlega umfjöllun:

„Ég vil bara að Guðlaugur segi satt og rétt frá," segir Grétar Mar, þingmaður Frjálslynda flokksins en hann gerir kröfu um að Guðlaugur eða formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, upplýsi hverjir voru í fjáröflunarnefnd flokksins. Það er að segja, hverjir fengu þessa umdeildu styrki.

„Ef þeir upplýsa ekki um þetta þá ættu þessir menn hreinlega að segja af sér," segir Grétar og dregur hvergi af. Hann segir það mikilvægt fyrir almenning að vita hverjir það voru sem áttu samskipti við forsvarsmenn FL Group, sem styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir, og svo Landsbankann, sem styrkti flokkinn um 25 milljónir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband