Fékk samfylking 10 milljónir hjá Landsbankanum?

Í fyrirsögn á stöð 2 segir að samfylkingin hafi þegið 10 milljónir af Landsbankanum.

Ég verð nú að vera heiðarleg og segja er ekki nóg komið?

Það setur að mér óhug við tilhugsunina að útrásarvíkingarnir hafi verið að múta öllum valdaflokkunum til þess að komast yfir auðlindir þjóðarinnar eða annað sem þeir vildu komast yfir.

Ég flæktist á milli stjórnmálaflokka í vetur en ákvað síðan að taka mér stöðu með Frjálslynda flokknum vegna þess að mér fannst þeir vera heiðarlegir í sínum hugsjónum og hún Helga vinkona mín úr byltingunni bað mig um að taka annað sætið eftir Sturlu Jónsyni sem líka var virkur í byltingunni.

Ég er harður andstæðingur þess að þjóðin greiði skuldir vegna sukks og óreiðu flokkanna og hinna svokölluðu kjölfestufjárfesta og baugsveldis.

Við verðum að hafa dug til þess að stöðva þessa vitleysu og bjarga landinu úr klóm þessara græðgiafla.

Við verðum að hætta að ímynda okkur að það séu til patent lausnir. Við leysum ekki vandann með því að sökkva börnum okkar dýpra í skuldafenið. Við verðum að byggja atvinnuvegina upp á skynsaman hátt, afnema verðtrygginguna og lækka vextina.

Það verður að skapa störf sem eru ekki dýr í uppbyggingu og við verðum að efla útflutning og spara gjaldeyri með því að efla framleiðslu á nauðsynjavöru fyrir innanlandsmarkað.

Það verður að vernda velferðarkerfið og tryggja jöfnuð

það verður að bjarga heimilunum

Þessar leiðir eru lausnir í núverandi ástandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nei við ætlum að nefna hann óspillta flokkinn. Þakka þér stuðningin Þrymur

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.4.2009 kl. 01:02

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þrymur ef FF/ Byltingarflokkurinn á einhvern pening þá er hann að skammta hann eins og skít úr hnefa. Hef ekki orðið vör við nein auðæfi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.4.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband