Rotið valdakerfi

Það kemur berlega í ljós að flokkræðiskerfið sem ríkir á Íslandi er spillt og rotið. Mútur til hægri og vinstri til allra stóru flokkanna.

Hvers vegna vill framsóknarflokkur ekki birta bókhald sitt? Hvað er hann að fela? Ef þeir sem styrkja vilja ekki að það sé gert ljóst almenningi hafa þeir eitthvað að fela. Varla er það eingöngu skömmusta vegna tengsla við framsókn þótt þau séu vart neitt til að vera stoltur yfir.

Spillingin teygir þræði sína inn í alla stóru flokkanna. Það er þægilegt fyrir frambjóðendur að láta bara rétta sér mútufé. Fjöldi stjórnmálamanna hafa eytt milljónum og tugum milljóna í prófkjör. Vita þeir ekki heldur hvaðan þeir fjármunir koma?

Valdakerfið á Íslandi þarfnast gagngerrar endurhönnunar.

Svokallaðir flokkseigendur í öllum flokkum eru sekir og berjast gegn breytingum á valdakerfinu.

Almenningur á heimtingu á því að fjármálaöfl losi krumlur sínar af atvinnulífi þjóðarinnar. Almenningur á heimtingu á því að mafían stígi til hliðar og hleypi heiðarlegu fólki að.


mbl.is Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband