Almenningur á heimtingu á svörum!

Bréf frá Helgu Sig.

Sannleikann upp á borðið strax eftir páska!

Frá því sl. haust þegar þáverandi forsætisráðherra, Geir Haarde, sagði: „Guð blessi Ísland" hafa margir í röðum stjórnmálamanna, embættismanna, fréttamanna og sauðsvarts almúgans rætt um hvar á að skera niður ríkisútgjöldin. Vafalítið erum við nokkuð mörg sem spyrjum: Hvers vegna á að skera þau niður?, en raddir okkar eru ekki eins háværar og hinar. Þetta er hins vegar grundvallarspurning:

Hvers vegna á að skera niður ríkisútgjöld á Íslandi? Því svara talsmenn niðurskurðarins engu.

 Hvers vegna ekki?

Hvers vegna spyrja fréttamenn og dagskrárgerðarmenn ekki hvers vegna á að skera niður ríkisútgjöldin?

Samkvæmt fréttum frá því í fyrra þá var ríkissjóður skuldlaus. Ég hef ekki heyrt að ríkissjóður hafi tekið lán síðastliðið ár. Hvers vegna þarf þá að skera niður ríkisútgjöldin?

Ef rétt er að ríkissjóður hafi verið skuldlaus í fyrra og að ríkissjóður hafi ekki tekið lán síðastliðið ár þá þarf ekki að skera niður ríkisútgjöldin.

30, 40 eða 50 einstaklingar með íslenskan ríkisborgararétt stofnuðu til viðskipta við útlendinga og fengu lán hjá þeim langt umfram greiðslugetu þeirra. Hvað koma þessi lán íslenskum almenningi við?

Fyrr en ráðherrar hafa svarað þessum spurningum málefnalega, í smáatriðum, af hreinskilni og með rökum þá á íslenskur almenningur að hafna því alfarið að stjórnmálamenn og embættismenn skeri niður ríkisútgjöld.

Það er í skásta falli ókurteisti stjórnvalda að ætlast til þess að  íslenskur almenningur kjósi þann 25. apríl án þess að hafa svörin við ofangreindum spurningum og í versta falli gæti það verið eitthvað það sem ég vil ekki gefa nafn að ætlast til þess að kjósendur geri upp hug sinn án þess að vita hvað hefur verið samið um bak við töldin.

Hverjir eru skilmálar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins?

Í lýðræðisríki geta þeir ekki verið leyndarmál.

Hver er sannleikurinn í Icesave-málinu?

Hvernig tókst Evrópusambandinu að gera íslenskan almenning ábyrgan fyrir Icesave?

Þeir frambjóðendur til Alþingis sem vilja atkvæði kjósenda, sem eru látnir kjósa með sannleikann umvafinn leyndarhjúp,  gefi sig fram.

Aðrir frambjóðendur leggist á árarnar með almenningi um að láta stjórnvöld segja sannleikann fyrir kosningar.

Ráðherrar eiga engan frið að fá fyrr en þeir hafa sagt íslenskum almenningi allan sannleikann umbúðalaust!

Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Tekjur ríkissjóðs af tollum, vörugjöldum, virðisaukaskatti og öðrum slíkum tekjustofnum sem byggja á framleiðslunni, neyslunni og viðskiptum minnka nú úr um 500 milljörðum króna í 350 milljarða króna, á sama tíma og þörf fyrir útgjöld vegna atvinnuleysis og vegna enduruppbyggingar hafa stór aukist. - Þetta eitt útaf fyrir sig skapar þetta risa gat. Þess utan eru svo allt skuldadótið.

Helgi Jóhann Hauksson, 11.4.2009 kl. 20:22

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Helgi. En það er samt mörgum spurningum ósvarað.

Það undarlegasta er að menn ætla nú að fara út í arfavitlausar framkvæmdir sem ekkert hafa að segja upp á framtíð þjóðarinnar.

Hefur kannski eitthvað með mútuþægni að gera.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.4.2009 kl. 20:27

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er rétt Jakobína það er mörgu ósvarað.

Fróðlegt að fylgjast með "þögninni". Það virtist engin vita af styrknum til Sjálfstæðisflokksins, núna koma þeir hver af öðrum og vöruðu við og svona.....Þöggun virðist vera alls staðar í spillingunni.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 11.4.2009 kl. 20:35

4 identicon

Helgi, skoðum fyrsta skrefið áður en við ákveðum að stíga það næsta.

Áður en hægt er að fallast á niðurskurð á ríkisútgjöldum þá verða stjórnvöld að svara spurningunni: Hvers vegna að skera niður?

Mundu: Yfirstandandi niðurskurður er vegna skulda sem margur í röðum almennings á ekki sök á.

Þetta snýst um skuldir eigenda einkafyrirtækja.

Helga (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 20:37

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

góða kærðu þig kollótta

Jón Snæbjörnsson, 11.4.2009 kl. 20:45

6 identicon

It is just amazing to see how passionate you are about the news, Jakobina.

Lissy (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 20:46

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að ég sé ekkert sérstaklega "passionate" enda skrifaði ég ekki bréfið en spurningarnar í bréfinu eru réttmætar.

Hvers vegna á að skera niður. Ágætt væri að þessu værið svarað skýrt af yfirvöldum, sérstaklega sjálfstæðisflokki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.4.2009 kl. 21:48

8 identicon

Einfalt þegar tekjur duga ekki fyrir útgjöldum þá þarf að eyða minna

En því miður er heilabú þessarar þjóðar þannig stillt að betra sé að slá lán fyrir mismuninum og láta Börnin Borga því þá getum við Aumingjarnir haldið áfram að eyða um efni fram, því jú Börnin Borga

Andskotans Aulaþjóð

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 23:47

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir Æsir

Ég er sammála því að við eigum ekki að láta börnin borga

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.4.2009 kl. 00:00

10 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það eru í reynd landráð að taka á þjóðina skuldir bankana. Lögin hvað það varðar eru alveg skýr.

Arinbjörn Kúld, 12.4.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband