Niðurskurður og skattar framundan

Stjórnmálaflokkar sem verið hafa í ríkisstjórn undanfarin ár þora ekki að snerta með töngum á aðalkosningamálinu í ár sem er í raun framtíð og fullveldi þjóðarinnar. Skilmálar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, skuldir sem ríkissjóður hefur ekki stofnað til, velferðarkerfið í hættu og yfirtaka auðlinda af aðilum sem koma sér í einokunarstöðu gagnvart þjóðinni. 

Ég vil vekja athygli á pistli Andra Geirs en hann gerir samanburð á gagnsæi hjá öðrum þjóðum í ríkisfjármálum og þokukenndar upplýsingar sem berast frá valdhöfum á Íslandi. 

Þegar rýnt er í tillögur Íra er alveg ljóst að það er feigðarplan að ætla að keyra ríkishallann niður í 0% 2012.  Heimilin í landinu, fyrirtækin og krónan verða lögð í rúst með svo áætlun.  Það er því nauðsynlegt að endurskoða samninginn við AGS sem fyrst og fara fram á að við fylgjum fordæmi Íra og fáum að lækka hallann niður í 3% 2013 en ekki 0% 2012.  Þetta er hið mikla mál sem ætti að vera eitt aðalkosningamálið í dag. Ef þetta verður ekki gert verða áætlanir svo sem 20% niðurfelling á skuldum skammgóður vermir.  Allt sem sparast þar fer beint aftur til ríkisins ekki sem vextir en sem skattar. 

Það úrræðaleysi og sú ringulreið sem virðist umlykja íslenska stjórnmálamenn í dag á eftir að verða þjóðinni dýr.  Það hlýtur að vera krafa kjósenda í lýðræðisríki að flokkarnir hafi fastmótaða stefnu í ríkisfjármálum og sýni ábyrga afstöðu gagnvart AGS sem tekur mið af þjóðarhag. 

Strax að stjórnarmyndun lokinni mun AGS þrýsta á ný stjórnvöld að leggja fram neyðarfjárlagafrumvarp fyrir Alþingi í byrjun maí

Þar verða veltuskattar stórauknir, hátekjuskattur og eignarskattur innleiddir, ásamt hækkun á öllum öðrum sköttum.  Laun opinberra starfsmann verða lækkuð um 10% og þjónustugjöld hækkuð og ný innleidd. 

Það þýðir ekkert að setja hausinn í sandinn.  Þeir sem ekki trúa mér þurfa ekki annað en að líta út fyrir landsteinana og skoða hvað er að gerast t.d. í Lettlandi og Írlandi.  Þar hafa stjórnvöld unnið faglega og tímanlega að sínum aðgerðum og upplýst sína borgara um hvað gera þurfi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband