Ábyrgðarleysi yfirvalda

Ráðherra hefur sagt að tal um að borga ekki skuldir sem ríkissjóður hefur ekki stofnað til sé ábyrgðarlaust tal.

Þetta er nokkuð undarleg afstaða hjá yfirvaldinu sem á að hafa velferð þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er ábyrgðarleysi af valdhöfum að taka yfir, fyrir hönd þjóðarinnar og komandi kynslóðir, skuldir einkaaðila sem munu koma þjóðinni á vonarvöl.

Þjóðin á ekki að taka á sig þessar skuldir vegna þess að þjóðin stofnaði ekki til þeirra. Valdhafar eru að nota almenning sem verkfæri til friðþægingar við þjóðir sem hafa valdhafanna í skrúfstykki. Þeim langar að valdhafar annarra þjóða líti á þá sem ábyrga aðila en þeim er sama um þjóðina.

Valdhafar annarra þjóða gefa skít í íslensku þjóðina og íslenska valdhafa en hugsa bara um hvernig þeir geta kreist auðlindir af þjóðinni. Segjum NEI. Við borgum ekki skuldir annarra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki einu sinni svo að þessir auðnuleysingjar geti gefið upp hversu háar skuldirnar eru.  Það er ekki búið að gera upp gömlu bankana og eða ICESAVE svo eitthvað sé nefnt.  Hverjar eru heildarskuldirnar?

4000 milljarðir? 10.000 milljarðir? 50.000 milljarðir?  Þjóðin getur ekki einu sinni borgað brotabrot af vöxtunum.  Forráðamenn þessarar þjóðar eru ábyrgðarlausir LANDRÁÐAMENN. Sennilega er Árni Johnsen heiðarlegasti landráðamaðurinn þegar upp er staðið !

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 13:25

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála og það verður uppreisn í landinu ætli ríkisstjórn sér og alþingi að samþykkja slíkan gjörning. Takk fyrir.

Arinbjörn Kúld, 12.4.2009 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband