2009-04-13
Í framboði fyrir frjálslynda
Ég býð mig fram í 2. sæti í Reykjavík suður fyrir frjálslynda flokkinn. Ég reiddist mjög þegar ég áttaði mig á því hvernig stjórnvöld höfðu farið með almenning í landinu í haust. Vanhæfni ríkisstjórnarinnar í kjölfarið bætti ekki úr skák.
Það eina sem ég gat hugsað um var hvað er verið að gera fólki. Hvernig geta stjórnvöld verið svona óheiðarleg og grimm? Hvernig stendur á því að skuldir einkafyrirtækja eru gerðar að skuldum barna minna með því að spyrða þau inn í eitthvað regluverk. Hefur gildi orða eins og sakleysi og ábyrgð misst merkingu sína? Enn er ég ekki búin að gefast upp.
Ég vil ekki að skattgreiðendur greiði skuldir bankanna.
Ég fór í Kolaportið í gær og dreifði kynningarblöðum um framboð okkar. Ég talaði við marga og það sem vakti athygli mína var vantraust fólks á stjórnmálamönnum. Unga fólkið er reitt og það með réttu. Stjórnvöld eru búin að rústa framtíð unga fólksins.
Sárindi og reiði eru tilfinningar unga fólksins sem segist ekki ætla að kjósa. Það treystir engum.
Það er einmitt þetta unga fólk sem er mér efst í huga og stjórnvöld virðast gjarnan hunsa í viðleitni sinni til þess að bjarga fjármagnseigendum og ganga erinda erlendra lánadrottna.
Það verður að hugsa um fólkið í landinu og framtíðina. Skammtímalausnir eins og að eyða 13.5 milljörðum í tónlistarhús eru skammgóður vermir og hjálpa ekki fólkinu í landinu.
Við verðum að finna varanlega lausnir.
Þjóðin á ekki að borga skuldir sem ríkissjóður hefur ekki stofnað til.
Það verður að vernda auðlindirnar fyrir græðgisöflum sem ásælast þær.
Það verður að byggja upp atvinnulífið og vernda heimilin.
Á myndinni eru við. Ég og Sturla Jónsson sem er hörkuduglegur, klár og ákveðinn en hann skipar fyrsta sæti í Reykjavík suður.
Bæði ég og Sturla höfum staðið vaktina í allan vetur og vorum virkir þátttakendur í því að fella síðustu ríkisstjón. Við völdum að standa með Frjálslyndum sem hafa hugsjónir og vilja breytingar. Með Frjálslyndum berjumst við áfram fyrir bættu lýðræði og mannréttindum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:58 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki trúi ég að unga fólkið okkar muni kjósa Frjálslynda flokkinn. Er ekki fylgið um 1% hjá ykkur?
Hilmar Gunnlaugsson, 13.4.2009 kl. 00:24
Við erum með blússandi meðbyr enda höfum við aldrei þegið mútur. Frjálslyndi flokkurinn hefur alltaf verðið með opið bókhald og líka fyrir 2006.
Við erum ekki spillt og vanhæf.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2009 kl. 00:30
Þið eruð flott saman, Jakobína Auðvitað vildi ég svo að þú kæmist inn á þing! Svo veit ég að hér í norðausturkjördæmi er frábær kona sem skipar fyrsta sætið fyrir Frjálslynda. Þjóðinni væri líka mikill akkur af því að fá hana inn á þing. Á borgarafundi sem var haldinn hér 2. apríl sl. þá var hún önnur þeirra sem leysti vel og greiðlega úr spurningum áheyrenda. Hinn var frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar
Óska þér gæfu og gengis. Vona líka að þér takist að ná til þeirra sem segjast hafa misst alla von um að þeir geti haft áhrif!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.4.2009 kl. 00:34
Vonandi eigum við eftir að hittast, deila, þræta og síðan sameinast um góð málefni á næsta kjörtímabili !
Lilja Skaftadóttir, 13.4.2009 kl. 00:46
Hvernig datt þér það í hug? Flokkur sem er í algjörri andstöðu við sjálfan sig, vill afnema kvótakerfið en trúir svo fullt og fast á hræðsluáróður núverandi kvótagreifa um að ESB muni ræna öllum auðlindum landsins að ekki má einu sinni kanna hvaða kostir bjóðast í raun.
Með von um betri tíð og lægri vexti.
Kjartan Björgvinsson
Kjartan Björgvinsson, 13.4.2009 kl. 01:36
Kjartan Frjálslyndi flokkurinn þarf ekki ráðgjöf kvótagreifa til þess að taka afstöðu til ESB. Stækkunarstjóri ESB sagði jú að Íslendingar væru velkomnir af því að þeir ættu svo fínar auðlindir.
Hvað heldur þú annars að þeir vilji með okkur gera? Læra að lesa Íslendingasögurnar?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2009 kl. 01:43
Ég hef hvorki tekið afstöðu með eða gegn ESB, tel hins vegar fráleitt að gefa sér niðurstöðuna áður en viðræður eru hafnar. Er reyndar búsettur núna í ESB ríki sem ég hef ekki orðið var við að hafi misst neinar auðlindir og hefur þrátt fyrir smæð tekist að fá margar undanþágur frá almennum reglum, t.d. um eignarhald á sumarbústöðum. Ef Ísland á að standa utan ESB væri réttast að segja upp EES samningnum sem bindur Ísland til að gangast undir alla skilmála ESB án þess að Ísland geti haft nokkur áhrif á setningu regla og laga og hefur ekki sömu möguleika og aðildarríki á að afla undanþága.
Með von um betri tíð og vexti eins og þeir gerast í ESB
Kjartan Björgvinsson
Kjartan Björgvinsson, 13.4.2009 kl. 02:19
Ekki fara reið í þing. Ef verkin eru unnin í reiði verða verkin vond. Við þurfum nýja kynslóð þingmanna sem eru tilbúnir að skoða allar hugmyndir óháð því hvaðan þær koma. Við þurfum þingmenn sem eru tilbúnir til að leggja fortíðina niður og hefja framtíðina.
Ég er sammála frjálslyndum um að Esb aðildi sé ekki vænlegur kostur í dag. Mér sýnast þeir kostir sem menn sækjast efir séu hreinlega óhagstæðir fyrir þjóðina. Ég vill líka uppstokkun á kvótakerfinu, svo eitthvað hefur flokkurinn upp á að bjóða.
Ég las blogg hjá frambjóðanda í fyrsta sæti flokksins hér í NA kjördæmi og þeirri konu var ég sammála. Ég hef afskrifað þá flokka sem eyða meiri orku í að rægja aðra flokka en að kynna sína stefnu og hugmyndir. Það finnst mér einfaldlega vera hugmyndasnauðir flokkar.
Offari, 13.4.2009 kl. 10:03
Offari ég sagði að ég hefði verið reið í haust. Og það var ég svo sannarlega en ég var ekki æst heldur notaði ég reiði mína til þess að andæfa því óréttlæti sem þjóðin hefur orðið fyrir. Ég er nokkuð yfirveguð þannig að þú getur verið alveg rólegur.
Þakka þér fyrir vingjarnlegu orðin.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2009 kl. 10:47
Rakel og Lilja ég þakka ykkur fyrir innlitið. Við sjáumst í baráttunni
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2009 kl. 10:48
Til lukku gamla mín, svakalega hefur þú lítið breyst!
Rut Sumarliðadóttir, 13.4.2009 kl. 13:46
Gangi þér rosalega vel. Mér líst vel á þetta hjá þér. Frjálslyndi flokkurinn er miklu betri en skítkastið lætur vera láta. Ég vona að þú náir þingsæti. Of ég vona að þið náið bara fylgi frá sjálfstæðisflokki. Gangi þér rosalega vel, þú manst mér þikir vænt um þig. Sjáumst fljótlega.
Vilhjálmur Árnason, 13.4.2009 kl. 14:10
Og auðvitað samfylkingu
Vilhjálmur Árnason, 13.4.2009 kl. 14:11
Gangi þér vel í baráttunni Jakobína!
Anna Karlsdóttir, 13.4.2009 kl. 16:37
Ánægjulegt að sjá þig komna í framlínu stjórnmálaflokks Jakobína Ingunn. Reyndar var það löngu ljóst að þar hlaut baráttan að enda. Það var mikið slys að þú komst ekki fyrr.
Baráttukveðjur!
Árni Gunnarsson, 13.4.2009 kl. 18:02
Þakka falleg orð í minn garð Anna, Árni, Vilhjálmur og Rut
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2009 kl. 18:36
Til lukku mín mín kæra vinkona. vonandi eigum við eftir að hittast oftar og ræða tilgang lífsins eins og svo oft áður. Við fáum líklega seint niðurstöðu í þær umræður en þá væri líka fátt eftir að ræða.
Frjálslyndum er mikill fengur að þér. Vonandi tekst ykkur sem og okkur í borgarahreyfingunni að ná inn fleira góðu fólki, þá munum við vinna saman og leiða þjóðina úr þessum ógöngum þannig að við getum þrátt fyrir allt borið höfuðið hátt og verið stolt af uppruna okkar og landi.
Arinbjörn Kúld, 13.4.2009 kl. 21:14
Blessuð Jakobína.
Tek undir með Arinbirni. Þú ert lottóvinningur fyrir Frjálslynda og þeir munu eflast við þína þátttöku.
Og ekki gleyma okkur landsbyggðarmönnum og rétt okkar til að setja króka í sjó. Sá réttur þarf stuðning allra sem vilja byggð í þessu landi.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 15.4.2009 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.