Það er ljótt að plata Guðlaugur

Vinsælast orð stjórnmálamanna þessa daganna er orðið "dylgjur". Á meðan almenningur "dylgjar" í gríð og erg um stjórnmálamenn eru stjórnmálamenn að fá í lið með sér ríkisstofnanir til þess að púðra á þeim rassinn.


mbl.is Óskar úttektar á störfum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þú ert rætin og ósanngjörn, Jakobína Ingunn. Hvernig í veröldinni á nokkur maður að geta haft sitt á þurru þegar öllu rangsnúið á þann hátt sem þú gerir. Er þetta lýsandi fyrir hugsunarhátt þinn og þinna pólitísku samherja?

Emil Örn Kristjánsson, 13.4.2009 kl. 23:55

2 identicon

Það hlýtur að vera krafa að kjörnir fulltrúar séu hafnir yfir minnsta grun um græsku og það að Guðlaugur vísi athugasemdum okkar til ríkisendurskoðanda á þessum tímapunkti er ekki nóg. Niðurstaða slíkrar skoðunar verður aldrei tilbúin fyrr en eftir næstu kosningar og þá er Guðlaugur sloppinn fyrir horn. Stjórnmálamaður sem fær þann stimpil að efast sé um heiðarleika hans á bara að víkja.

Gunnar Tryggva (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 00:03

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Nefndu mér þann stjórnmálamann, Gunnar, sem er að allra dómi hafinn yfir allan grun.

Emil Örn Kristjánsson, 14.4.2009 kl. 00:20

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Strákar mínir það er enginn hafinn yfir grun í forystu sjálfstæðisflokksins. Ég leifi mér að vera nokkuð rætin í garð manna sem hafa eyðilagt framtíð unga fólksins í samfélaginu með græðgi sinni. ´

Hin raunverulega rætni liggur sennilega í græðgi og heimsku þeirra sem rústuðu efnahag þjóðfélagsins með greiðasemi við glæpamenn og fólk sem liggur á jötunni án þess að skila sínu til samfélagsins

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.4.2009 kl. 09:24

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Emil ég er hafnin yfir allan grun. Hef aldrei þegið mútur og það er enginn sem grunar mig um það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.4.2009 kl. 09:26

6 Smámynd: Offari

Þetta er allt byggt á misskilningi hjá þé Jakobína þetta voru bara óheppileg mistök. Og mistökin eru til að læra af þeim þannig að nú er Sjálfstæðsflokkurinn reynsluni ríkari.

Offari, 14.4.2009 kl. 09:29

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er ansi hrædd um Offari að sjálfstæðisflokkurinn skuldi mörgum greiða. Það er nú einu sinni þannig þegar menn þyggja háar fjárhæðir. Bein árás á lýðræðið Offari því fjármunirnir eru notaðir til þess að ljúga að almenningi fyrir kosningar og rægja litlu flokkanna sem eru að reyna að koma lýðræði á í landinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.4.2009 kl. 09:49

8 Smámynd: Offari

Ég ætlaðist nú til þess að þú áttaðir þig á því að þetta væri kaldhæðni hjá mér.

Offari, 14.4.2009 kl. 10:31

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Offari. Ég er bara að klikkja á þessu. Takk fyrir innlitið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.4.2009 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband