Ný hugsun er það eina sem dugar gegn óværunni

Fjármálakerfið er óværa á atvinnulífinu. Markmið fjármálakerfisins er að ná til sín verðmætum sem atvinnulífið skapar. Kreppan er niðurstaða af gengdarlausri græðgi óværunnar.

Á Íslandi var óværan gráðugri en víðast hvar annars staðar og því er vandinn dýpri en víðast hvar annars staðar.

Ég var á hverfisfundi í Breiðholti í kvöld. Það voru þrír einstaklingar úr byltingunni í pallaborði. Ég frá Frjálslynda flokknum, Birgitta frá Borgarahreyfingunni og Lilja frá Vinstri Grænum. Sigríður Ingibjörg kom frá Samfylkingu, Guðlaugur þór frá sjálfstæðisflokki og ég held að hann hafi heitið Einar frá framsókn.

Það furðaði mig að enn tala sumir fyrir gömlum lausnum sem eru nú vandamál dagsins í dag. Vondar lausnir sem eru rætur þess hruns sem við stöndum frammi fyrir. Það eru því miður til stjórnmálamenn og fylgismenn gamalla íhaldsafla sem vilja gera börnin okkar að þrælum auðvaldsins.

Frjálslyndi flokkurinn vill að þjóðin fái frelsi og stuðning til þess að byggja upp nýjar atvinnugreinar og efla þær gömlu sem standa sig í nýjum heimi.

Sumt af því gamla á ekki lengur rétt á sér og við verðum að hafa vit til þess að henda því.


mbl.is Svört spá frá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jakobína takk fyrir að segja sannleikann. Fáir stjórnmálamenn þora að tala um hlutina eins og þeir eru. Henda þarf öllu sem Davíð og Halldór eru búnir að byggja.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband