Tugir þúsunda atvinnulausir í sumar

Átján þúsund eru atvinnulausir núna. Hversu margir verða þeir í sumar þegar 47 þúsund hellast út á atvinnumarkaðinn?

Hvernig í fjandanum tókst ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og samfylkingar að keyra hér allt í skítinn á ofurhraða?

Ég er skíthrædd við karlpunga í samfylkingunni sem vilja leysa vanda sinn við stjórnvölinn með því að leyfa lánadrottnum að fjárfesta pínulítið á Íslandi. Með því að setja auðlindir og fyrirtæki á brunaútsölu er verið að gefa sjálfsbjörg þjóðarinnar náðarhöggið.

Þetta er þægileg útleið fyrir stjórnvaldið en þessi leið gerir börnin okkar að þrælum auðvalds.

Hin leiðin sem felst í að styrkja landið innan frá með því að byggja upp atvinnuvegi undir forræði þjóðarinnar er ekki eins þægileg þegar til skemmri tíma er litið en skilar farsæld fyrir afkomendur okkar.

Gríðarleg erlend lántaka heldur uppi sýndarvelsæld en þeir sem þiggja há laun í dag lifa í raun á erlendum lánum sem börnin okkar þurfa síðan að borga. Styrkur samfylkingar í þessum kosningum er verulegt áhyggjuefni.


mbl.is Atvinnuleysi mest meðal ungs fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband