Froðusnakk stjórnmálamanna fyrir kosningar

Þingmönnum er fullljóst að blóðugir niðurskurðir eru fram undan hjá hinu opinbera. Það vekur klígju að horfa upp á loforð þeirra nú rétt fyrir kosningar sem eiga sér enga innistæðu.

Það er enginn vandi að segja fallega hluti, tala um bjartsýni og bjarta framtíð og mæta brosum kjósenda. 

Andskotans valdagræðgi stjórnmálamanna gerir  það að verkum að nokkrir stjórnmálamenn sem ekki hafa til þess nokkra burði eru á leið í ráðuneytin eftir kosningar. 

Fjölskyldur líða neið og fátt er um raunverulegar úrlausnir bara innantóm loforð til þess að ná til kjósenda.

Kjósendur bera hér nokkra ábyrgð. Með því að leggjast í kjöltu tálsýnar um landsmóðurina Jóhönnu Sigurðardóttur eru landsmenn að kalla yfir sig valdhafa sem hafa verið hlaupatíkur auðvaldsins.

Ég óttast framtíð barna okkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband