Ekki ánauð takk

Hvernig í fjandanum tókst ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og samfylkingar að keyra hér allt í skítinn á ofurhraða?

Ég er skíthrædd við karlpunga í samfylkingunni sem vilja leysa vanda sinn við stjórnvölinn með því að leyfa lánadrottnum að fjárfesta pínulítið á Íslandi. Með því að setja auðlindir og fyrirtæki á brunaútsölu er verið að gefa sjálfsbjörg þjóðarinnar náðarhöggið.

Þetta er þægileg útleið fyrir stjórnvaldið en þessi leið gerir börnin okkar að þrælum auðvalds.DSC07477

Hin leiðin sem felst í að styrkja landið innan frá með því að byggja upp atvinnuvegi undir forræði þjóðarinnar er ekki eins þægileg þegar til skemmri tíma er litið en skilar farsæld fyrir afkomendur okkar.

Frjálslyndi flokkurinn í Reykjavík suður vill efla samfélagið innan frá með auknu frelsi til nýsköpunar og eflingu atvinnugreina sem eiga rétt á sér við nýjar aðstæður.

Reykjavík suður þetta er fólkið sem Frjálslyndi flokkurinn býður fram til Alþingis í næstu kosningum.

Við berum ekki ábyrgð á hruninu. Við ljúgum ekki að kjósendum fyrir kosningar en við erum með ferskar hugmyndir sem eru betri við nýjar aðstæður.

Við viljum atvinnu og verðmætasköpun. Það eru grundvallarmannréttindi að hafa atvinnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

varhugaverðasta rándýrið í dag mun vera íslenskur karlmaður á miðjum aldri íklæddur jakkafötum...

zappa (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband