Vorum við svikin?

Ríkisstjórn samfylkingar og sjálfstæðismanna vildu semja vegna Icesave. Hún fékk umboð til þess að semja. Hversu langt gekk gamla ríkisstjórnin í því að semja um Icesave? Hér kemur þingsályktun frá því í desember sem felur ríkisstjóninni vald til þess að gera þessa samninga.

Þingsályktun

um samninga varðandi ábyrgð ríkissjóðs á innstæðutryggingum

vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka

á Evrópska efnahagssvæðinu.

    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við viðeigandi stjórnvöld vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á Evrópska efnahagssvæðinu á grundvelli þeirra sameiginlegu viðmiða sem aðilar hafa komið sér saman um.

Samþykkt á Alþingi 5. desember 2008.

 

Samfylking og sjálfstæðisflokkur hugsuðu svona um þjóðina

3.    Niðurstaða íslenskra stjórnvalda.

    Með allt framangreint í huga er það mat ríkisstjórnarinnar að hagsmunum Íslands til lengri tíma litið sé best borgið með því að stjórnvöld styðji við Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta þannig að hann geti staðið straum af þeim kostnaði sem hlýst af því að ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um að því marki sem eignir viðkomandi banka standa ekki undir henni. Gert er ráð fyrir því að þau ríki sem hlut eiga að máli muni aðstoða sjóðinn við að standa undir þessu verkefni og það verði í formi lánveitinga viðkomandi ríkja til sjóðsins með ábyrgð íslenska ríkisins. Þær viðræður sem fram undan eru munu skera úr um nánari útfærslu þessara lánveitinga, auk þess sem hin endanlega niðurstaða mun ráðast af því að hve miklu leyti andvirði eigna viðkomandi banka mun renna til sjóðsins við uppgjör á búum þeirra.

    Endanlegar niðurstöður framangreindra samninga munu verða lagðar fyrir Alþingi og aflað viðeigandi fjárheimilda eftir því sem aðstæður krefjast.

Var ríkisvaldið tilbúið til þess að gera börnin okkar að leiguliðum í landinu til þess að bjarga andlitinu gagnvart ESB?

Þetta var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, Össurs Skarphéðinssonar, Björgvins G Sigurðssonar.

Sátu ekki Þorgerður Katrín, Guðlaugur Þór og Einar Guðfinns í þessari ríkisstjórn?

Ég treysti þessu fóki ekki til þess að stjórna landinu!


mbl.is Danir nálgast evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að þú vilt að Ísland borgi ekkert Icesave?

jónas (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 00:58

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Auðvitað eiga skattgreiðendur ekki að borga skuldir sem ríkið hefur ekki stofnað til.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.4.2009 kl. 01:47

3 identicon

Það er rétt hjá þér að ríkið stofnar ekki til þessara skulda, EN það er í ábyrgð fyrir þessum skuldum, einsog hjá Landsvirkjun, Íbúðalánasjóði og ef DeCode hefði nýtt ábyrgðina sem þeim bauðst fyrir margt löngu þá væri ríkið í ábyrgð fyrir það líka.

Og einsog í venjulega ábyrgðarmannakefinu þá ef sá sem stofnaði til skuldar getur ekki borgað, þá er það ábyrgðarmannsins að taka við.  

Svo er annað mál að mér hefur finnst að  stjórnmálamenn og aðrir hafi í gegnum tíðina hafi umgengist ríkisábyrgð af full miklum léttleika.  

Ragnar (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 08:22

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Skuldir ríkisstofnana eru skuldir ríkisins. Skuldir sem ríkið hefur ekki stofnað til eru t.d. Icesave skuldir Björgólfs Thors.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.4.2009 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband